Caan

Á athugasemd við sí­ðustu færslu ví­sar Stebbi Hagalí­n í­ söguburð um að James Caan, pakistanskur athafnamaður, ætli að kaupa Luton.

Það hefur verið dregið til baka.

En já – ég sagði pakistanskur kaupsýslumaður…

…sko… maðurinn sem hér um ræðir hét upphaflega Nazam Khan. En breytti nafni sí­nu í­ James Caan þegar hann fór út í­ bissnes, af því­ honum fannst James Caan svo flottur í­ Guðföðurnum.

Eiginlega er ég bara feginn að þessi maður ákvað að kaupa ekki Luton.