Það gæti haft ýmsa kosti að vera kona.
Ef ég væri kona, þá gæti ég t.d. verið fastur viðskiptavinur tískubúðarinnar Zik-Zak…
Og þá gæti ég núna hætt öllum viðskiptum mínum við verslunina, til að refsa henni fyrir að láta framleiða og spila útvarpsauglýsingar með Elsu Lund – sem er líklega mest-óþolandi karakter sem Laddi hefur nokkru sinni skapað.
En því miður stendur maður varnarlaus gagnvart þessu helvíti. Eina ráðið er að vera nógu snöggur að rífa útvarpstækið úr sambandi um leið og setningin „Guuuuð, stelpur… vitiði hvað ég var að heyra?“
Ef einhver tuskubúðin lætur sér detta í hug að framleiða auglýsingar með Grínverjanum – þá fer ég og kveiki í kofanum.