Samkvæmt fréttum lagði Samfylkingin fram bókun á ríkisstjórnarfundi þar sem hún þvær hendur sínar af Seðlabankastjóra. Reynar er ekki hægt að fá að sjá þessa bókun eða fá fregnirnar staðfestar, þar sem efni ríkisstjórnarfunda er trúnaðarmál.
Þetta vekur sagnfræðinginn til umhugsunar. Hvernig er varðveislu og aðgengi að fundargerðum ríkisstjórnarfunda háttað?
Ef hægt er að leggja fram bókanir sem eiga að hafa eitthvað gildi, liggur í hlutarins eðli að einhvers konar fundargerð hlýtur að vera haldin.
Þó að efni fundanna sé trúnaðarmál, þá ætti fundargerðunum að vera haldið til haga. Eru þær læstar almenningi um aldur og ævi eða er efni þeirra gert opinbert að vissum tíma liðnum? Hvar eru þessi gögn varðveitt? Hvar verður hin meinta bókun um Davíð Oddsson geymd?