Enn um vita… Úps, ég

Enn um vita…

Úps, ég hljóp ví­st aðeins á mig í­ sí­ðustu bloggfærslu þar sem ég taldi upp alla hugsanlega vitaáhugamenn í­ vina- og kunningjahópnum. Steinunn varð hin súrasta yfir að hafa gleymst á listanum. Hún er einmitt mikil áhugakona um vita eins og ég átti að svo sem að þekkja. Hún hefur t.d. lengi kvabbað í­ mér að fara að Reykjanesvita þegar sumarið verður komið fyrir alvöru. Auðvitað verður Steinunn að fá að ganga í­ klúbbinn.

Á sama hátt steingleymdi ég Jóni varðskipsmanni, sem er sérlega áhugasamur um vita en verður væntanlega á sjónum þegar stofnfundurinn verður haldinn. Á varðskipsmennsku sinni upplifði hann einu sinni að sækja heim Óla komma sem þá var á Hornbjargsvita. Ekki er það amalegt.

* * *

Elskulegum foreldrum mí­num er þakkað fyrir matarboðið á laugardaginn – kannski maður ætti að stefna að því­ að eiga oftar afmæli? Við Tjörnina fær bestu meðmæli fyrir mat og ví­n, en mikið óskaplega var þetta ömurlega dapur viskýskápur. Hvernig stendur á því­ að fí­nir veitingastaðir sem leggja sig alla fram um að vera með bestu léttví­n sem völ er á láta taka sig í­ bólinu með hörmulegt bjór- og viskýúrval? Það er skrí­tið…

* * *

Jóhanna fær hamingjuóskir með afmælið. (Ekki að það hafi mikið upp á sig að senda slí­kar óskir á þessum vettvangi, þar sem hún er ví­st alveg hætt að lesa blogg).

* * *

Það verður ekkert bloggað um Fram í­ dag og ekkert um handbolta næstu mánuði.

Jamm.