Spurningar frá Grand rokk, 5. desember

Á föstudaginn var sá ég um spurningakeppnina á Grand rokk. Notaðist við spurningar sem ég hafði nýverið notað fyrir innanhússkeppni í­ Orkuveitunni – vitandi að um gjörólí­ka hópa væri að ræða. Keppnin mæltist vel fyrir. Sigurvegararnir náðu 26 stigum af 30. Það er magnaður árangur.

Birti keppnina hér fyrir neðan og svörin í­ lokin. Þið megið gefa upp stigaskorið ykkar í­ athugasemdakerfinu:

1. Borgin Belfast á Norður-írlandi getur státað af alþjóðaflugvelli sem kenndur er við mann. Hver er maðurinn?

2. Bacardi-samsteypan er einhver stærsti framleiðandi brenndra drykkja í­ heiminum. Fyrirtækið var stofnað á Kúbu árið 1862, en eigendurnir fluttust með framleiðsluna til Puerto Rico skömmu eftir kúbversku byltinguna.

Upp frá því­ hefur Bacardi-ættin verið hatrammur andstæðingur stjórnarinnar í­ Havana og ausið peningum í­ sjóði þeirra stjórnmálamanna í­ Bandarí­kjunum sem vilja sýna Kastró og félögum hvað mesta hörku.

Á húsinu þar sem Bacardi-ættin byrjaði að brugga romm árið 1862, bjuggu skepnur sem fæstir myndu í­ dag vilja sjá í­ tengslum við matvælaframleiðslu – en voru taldar lukkumerki á sí­num tí­ma. Fyrir vikið varð þetta dýr fyrir valinu sem einkennismerki Bacardi og er það enn. Hvaða dýr er hér um að ræða? 

3. Einhver frægasta blaðafyrirsögn seinni ára er tví­mælalaust ”Bubbi fallinn!” Við lestur greinarinnar sem bar þennan æsilega titil kom í­ ljós að Bubbi Morthens hafði sést reykja sí­garettu og væri því­ â€œfallinn” í­ reykbindindi sí­nu.

Eirí­kur Jónsson, ritstjóri blaðsins sem birti fréttina um Bubba, var sí­ðar dæmdur í­ væna fjársekt fyrir athæfið. Eirí­kur er í­ dag ritstjóri slúðurblaðsins Séð og heyrt – en hvað hér blaðið sem fyrirsögnin alræmda birtist í­?

4. Spurt er um í­slenskt orð. Orðið birtist fyrst í­ Morgunblaðinu þann 10. maí­ árið 1985. Með nýyrði þessu var reynt að búa til þjált í­slenskt nafn á fyrirbæri sem Morgunblaðið hafði fyrst fjallað um í­ erlendri fréttaskýringu í­ byrjun árs 1983.

Ekki voru allir ánægðir með þetta nýja orð og árið 1986 kom fram annað í­slenskt nafn á þessu fyrirbæri. Þessi tvö orð börðust um hylli almennings og náðu bæði talsverðri útbreiðslu. Þótt bæði heitin séu notuð í­ dag, hefur nafnið sem við spyrjum um þó orðið ofaná og er t.d. notað í­ kennslubókum og opinberum gögnum. Hvert er orðið? 

5. Sí­ðustu vikur höfum við fengið að heyra margt um banka, peningastofnanir og hinar og þessar ávöxtunarleiðir sem ekki reyndust alveg eins traustar og búist hafði verið við. Á ljós hefur komið að af öllum þeim sjóðum sem í­ boði eru, hefur ein tegund sparnaðar reynst hvað best: gamli góði sparibaukurinn.

Og nú er spurt: Hvaða í­slenski banki bauð upp á sparibaukana með Trölla og Trí­nu – sem komu einnig fram í­ eftirminnilegum sjónvarpsauglýsingum þessarar bankastofnunar.

6. Kvikmyndin “The Jazz Singer” frá árinu 1927 er tí­mamótaverk í­ kvikmyndasögunni. Hún er almennt talin fyrsta talmyndin. Það er raunar ekki alveg rétt, því­ áður höfðu verið gerðar tilraunir í­ þessa veru. The Jazz Singer er hins vegar vissulega fyrsta Hollywood-talmyndin í­ fullri lengd.

Fimm árum áður, árið 1922, hafði Hollywood-myndin “Gjald hafsins” eða “The Toll of the Sea” markað önnur þáttaskil í­ kvikmyndasögunni. Á hverju fólust þau?  

7. Þann 25. október sí­ðastliðinn var haldið Íslandsmeistaramót í­ sérkennilegri grein. Lí­tið hefur verið keppt í­ greininni hér á landi, en keppni af þessu tagi á sér langa sögu erlendis.

Sigurvegari var Julio Cesar Gutierrez en Trausti Hjálmarsson og Gí­sli Þórðarson höfnuðu í­ öðru og þriðja sæti. Sigurvegarinn var raunar ekki fljótastur keppenda, en það kom ekki að sök þar sem stig keppenda eru reiknuð út frá tveimur þáttum: tí­ma og úrskurði dómara. Dómarinn var að þessu sinni fluttur sérstaklega til landsins frá Bretlandi.

Hver er keppnisgreinin?

8. Spurt er um hús í­ Reykjaví­k. Það er eina húsið sem stendur við viðkomandi götu – engu að sí­ður hefur það húsnúmerið 3.

Byggingarsaga þess var sannkölluð þrautaganga. Húsið var formlega tekið í­ notkun árið 1989. Þrettán ár voru þá liðinn frá því­ að borgarstjóri hafði tekið fyrstu skóflustunguna. Reyndist byggingin miklu dýrari en að var stefnt og má segja að sá kostnaður hafi alla tí­ð reynst starfseminni í­ húsinu fjötur um fót.

Fyrstu hugmyndir um byggingu hússins eru gamlar, en byggingarsjóður var stofnaður þegar árið 1953 og farið að safna kerfisbundið í­ hann. Staðsetning hússins er að sumu leyti óvenjuleg, en hún var þó í­ takti við skipulag Reykjaví­kur og hugmyndir manna um hvernig byggðin í­ bænum kæmi til með að þróast. Arkitektar mannvirkisins voru Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Gí­slason og Þorsteinn Gunnarsson, en byggt hefur verið við það tví­vegis. Hvert er húsið? 

9. Spurt er um í­þrótt. Daninn Holger Nielsen, sem var verðlaunahafi í­ bæði skylmingum og skotfimi á fyrstu nútí­maólympí­uleikunum árið 1896, er talinn hafa gert fyrstur manna tilraun til að semja keppnisreglur fyrir þessa í­þróttagrein. Það var árið 1898.Millirí­kjakeppni í­ í­þróttinni hófst fljótlega eftir fyrri heimsstyrjöldina. Keppt var í­ greininni á Ólympí­uleikunum í­ Berlí­n 1936 og er því­ ví­ða haldið fram að það hafi verið gert að sérstakri beiðni Adolfs Hitlers. Erfitt er þó að finna öruggar heimildir fyrir þessu, auk þess sem vitað er að Hitler var lí­till áhugamaður um í­þróttir.

Hvað sem því­ lí­ður, datt í­þróttagreinin aftur út af dagskrá Ólympí­uleikanna eftir 1936 og ekki var keppt í­ henni aftur á Ólympí­uleikum fyrr en í­ Munchen árið 1972. Hver er í­þróttagreinin?

10. Spurt er um afrek. írið 1875 varð maður að nafni Matthew Webb fyrstur til að vinna afrek þetta með óyggjandi hætti. íratugir áttu eftir að lí­ða uns nokkrum manni tókst að leika það eftir. Undir lok þriðja áratugarins fóru hinir og þessir einstaklingar að gera tilkall til þess að hafa unnið afrek af þessu tagi og var þá komið á laggirnar félagsskap sem hefði það hlutverk að sannreyna slí­kar frásagnir.

Að mati þessarar stofnunar tekst rétt um 7% þeirra sem reyna að vinna þetta afrek ætlunarverk sitt. Hvert er afrekið? 

11. Á september 1988 átti sér stað tiltekin kerfisbreyting hér á landi. Þessi kerfisbreyting varð til þess að minnka til muna lí­kurnar á að ákveðinn atburður gæti gerst. Við þetta minnkuðu lí­kurnar úr því­ að vera 1 á móti 201.376 í­ 1 á móti 501.942.

Þótt hvort tveggja megi teljast frekar litlar lí­kur, hafði atburður þessi átt sér stað alloft á þeim tveimur árum sem liðin voru frá því­ að hann gerðist fyrst hér á landi haustið 1986.

Um hvaða kerfisbreytingu er hér að ræða?

12. Spurt er um alþjóðlegan auðhring. Fyrirtækið ber óvenjulegt nafn, en það er dregið af aukapersónu úr skáldsögunni Moby Dick. Persónan sem hér um ræðir er einn hvalfangaranna og ein fárra í­ áhöfninni sem reynir að standa gegn Ahab skipstjóra, þegar brjálsemin hefur tekið öll völd.

Merki fyrirtækisins er felur ekki sí­ður í­ sér flóknar menningarsögulegar skí­rskotanir. Það byggist á rúmlega fimmhundruð ára gamalli evrópskri tréristu, sem sýnir hafmeyju eða sí­renu úr grí­skri goðafræði. Hafmeyja þessi hefur ekki einn sporð heldur tvo.

Merkið hefur þróast og tekið breytingum á þeim tæpu fjörutí­u árum sem fyrirtækið hefur starfað. Þannig sjást ekki lengur brjóst hafmeyjunnar eins og var á upphaflega merkinu, en það hafði sært blygðunarkennd sumra viðskipavina fyrirtækisins.

Fyrirtækið sem hér um ræðir hefur enn ekki opnað útibú á Íslandi, þótt lengi hafi verið rætt um að slí­kt væri í­ burðarliðnum. Hvert er fyrirtækið? 

13. Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins eru í­ Valhöll, eins og flestir ættu að vita. Heimilisfangið í­ Valhöll er Háaleitisbraut 1, sem hlýtur að teljast nokkuð skrí­tið því­ er skoðað er kort af Reykjaví­k, þá kemur í­ ljós að Valhöll stendur eiginlega ekki við Háaleitisbraut – heldur aðra götu.

Málið er hins vegar að sú gata hefur ekki jafnvirðulegt heiti og hefði gefið færi á ýmsum orðaleikjum og aulabröndurum. Þess vegna gekk sú kjaftasaga lengi að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi beitt áhrifum sí­num í­ borgarkerfinu til að ”flytja” Valhöll milli gatna.

En nú er spurt: við hvaða götu hefði Valhöll þá átt að standa, samkvæmt þessari kenningu?

14. Spurt er um uppfinningu.

Elsta gerð þessarar uppfinningar, fyrir almennan markað, kom fram á sjöunda áratug ní­tjándu aldar. Þá var tækið hins vegar bæði dýrt og að mörgu leyti óhentugt í­ notkun. ímsar úrbætur voru gerðar á tækinu næstu áratugina, en stóra byltingin átti sér stað árið 1907 þegar húsvörður að nafni James Murray Spangler útbjó svona maskí­nu. Til þess notaði hann meðal annars: trékassa, viftu og koddaver.

Spangler seldi einkaleyfið af þessari uppfinningu til eiginmanns frænku sinnar. Sá rak litla leðuriðju sem var komin í­ vandræði þar sem viðskiptavinirnir voru allir að kaupa sér bí­la og þurftu því­ ekki lengur söðla fyrir hestana sí­na. Uppfinningin sló fljótt í­ gegn og náði mikilli útbreiðslu. Fyrirtækið sem framleiddi tækið bar nafn eiganda sí­ns og fyrir vikið er það nafn í­ dag notað yfir uppfinninguna – amk. meðal enskumælandi þjóða. James Spangler greyið er hins vegar flestum gleymdur.

Hver er uppfinningin?             

15. Nú er komin kreppa og þess verður vart langt að bí­ða uns búið verður að selja allan bí­laflotann úr landi. Þá er gott að geta tekið strætó.

Strætó býður upp á afsláttarkortið „Rauða kortið“ fyrir 12.700 krónur. Hversu lengi gildir það kort?

16. Nú verða nefndir fjórir menn, þrí­r í­slenskir og einn bandarí­skur – og spurt: hvað eiga þessir menn sameiginlegt: ívar Örn Kolbeinsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Gunnar Lárus Hjálmarsson og Theodor Geisel.

Hvað eiga þessir menn sameiginlegt, sem greinir þá frá t.d. tví­burunum írmanni og Sverri Jakobssonum? 

17. Þá er komið að lögbroti dagsins. Nú verður spurt um sí­garettur, sem er vitaskuld bullandi ólöglegt.

Sí­garettutegundin sem um er spurt er framleidd af fyrirtækinu Altria Group, sem er móðurfyrirtæki Philip Morris sí­garettu-risans. Um árabil voru þessar rettur þessar einhverjar þær vinsælustu í­ Bandarí­kjunum, en hafa látið mjög undan sí­ga vestan hafs í­ seinni tí­ð. Þær njóta þó enn talsverðra vinsælda í­ Evrópu.

Lengi vel var sí­garettutegundin samofin í­mynd harðjaxlsins. James Dean reykti þessa tegund, í­ einni af bókum Ians Flemmings um James Bond kemur fram að njósnarinn knái reyki þrjá pakka af þessari tegund á dag þegar hann er á ferðalögum – og Humphrey Bogart brúkaði sömuleiðis þetta tóbak.

Eitt kunnasta ”andlit” þessarar sí­garettutegundar var þó Ronald Reagan, þá sem ungur leikari. En um margra ára skeið birtust í­ bandarí­skum blöðum auglýsingar fyrir jólin, þar sem Reagan sagðist gefa öllum vinum sí­num karton af þessum ágætu sí­garettum í­ jólagjöf. Hvaða sí­garettur eru þetta?

18. Bjórspurningin er að þessu sinni tengd erlendri landafræði. írið 1488 vann portúgalski sæfarinn Bartólómeus Dí­as það afrek að sigla fyrir höfða sem hann nefndi „Stormhöfða“  eða Cabo das Tormentas. Jóhann II. Portúgalskonungur ákvað hins vegar að velja höfða þessum annað nafn – Cabo da Boa Esperanca – eða „Góðravonahöfða“. Undir því­ nafni er hann þekktur í­ dag.

En nú er spurt: ef siglt er frá Góðravonahöfða og haldið beint til austurs – ég endurtek: til austurs – í­ hvaða heimsálfu er þá komið að landi? Athugið að þetta er augljóslega brelluspurning!

19. Spurt er um slysfarir. Þann 13. desember 2006 lentu þrí­r í­talskir starfsmenn Impregilo í­ slysi hér á landi og meiddust þeir allir. Þetta slys var hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi í­ marga áratugi. Raunar mætti halda því­ fram að slí­k óhöpp hafi verið útilokuð á Íslandi frá árinu 1928 til 2003 eða þar um bil.

Hvers konar slys var hér um að ræða? 

20. Málsmetandi menn halda því­ fram að þjóðargjaldþrot Íslendinga megi rekja til þess hvað þjóðin er búin að vera dugleg að kaupa sér flatskjái. Við spyrjum því­ núna um sjónvarpstæki.

Sú var tí­ðin að mörg í­slensk heimili áttu SEN-sjónvarpstæki. Frá hvaða landi voru þau tæki?

21. Eins og allir Íslendingar vita er Ólafur Stefánsson besti handboltamaður í­ heimi. Þess vegna urðu margir undrandi þegar tilkynnt var um daginn að hann hefði ákveðið að ganga til liðs við danskt þriðjudeildar lið.

Liðið sem hér um ræðir kemur frá 20 þúsund manna bæ í­ útjaðri Kaupmannahafnar. Hvað heitir bærinn sem félagið dregur nafn sitt af? 

22. Ókapi er sérkennilegt dýr, sem lifir einungis í­ norðausturhéruðum Kongó í­ Mið-Afrí­ku. Heimkynni þess eru svo afskekkt að Evrópumenn vissu ekki um tilvist þess fyrr en árið 1901.

Við fyrstu sýn mætti ætla að ókapinn sé skyldur zebrahesti, því­ fætur dýrsins og lendar eru svart- og hví­tröndóttar eins og zebrahesturinn. Veruleikinn er hins vegar sá að ókapi er náskyldur öðru afrí­sku dýri og myndar með því­ sérstaka ættkví­sl. Hvaða dýr er það sem er svo náskylt ókapanum?

23. Spurt er um kvikmyndaserí­u.

Fyrsta myndin í­ serí­unni kom út árið 1963 og sí­ðar áttu margar eftir að fylgja í­ kjölfarið. Reyndar deila menn um hvernig rétt sé að skilgreina sumar framhaldsmyndirnar. Sumir af hörðustu aðdáendum aðalpersónunnar neita að viðurkenna aðrar myndir en þær sex fyrstu og segja að þær sem á eftir fylgdu séu lí­tið annað en ómerkilegar tilraunir til að nýta sér vinsældir hinna upphaflegu verka.

Á blábyrjun fyrstu myndarinnar – og raunar í­ blálokinn lí­ka – er kynnt til sögunnar persóna sem öðlast hefur sjálfstætt lí­f í­ sjónvarpi, blöðum og bókum. Aukapersóna þessi, sem heitir sama nafni og myndaflokkurinn, varð fljótlega að sjálfstæðu vörumerki, sem skilað hefur miklum hagnaði. Um hana hafa verið gerðir tölvuleikir og ýmis varningur, svo sem morgunverðarkorn. Hér á Íslandi voru meira að segja starfræktir veitingastaðir sem báru nafn þessarar aukapersónu.

En við spyrjum: hver er kvikmyndaserí­an? 

24. Þýska leikskáldið Berthold Brecht hélt því­ einhvern tí­man fram að það væri enginn munur á að eignast banka og að ræna banka. Eflaust er talsvert til í­ því­.

En nú spyrjum við um banka. Hvaða banki var um árabil starfræktur – og með höfuðstöðvar sí­nar – að Laugavegi 31, þar sem Kirkjuhúsið er nú að finna, við hliðina á versluninni Brynju?

25. Nú er komin kreppa og hér eftir munu Íslendingar bara borða ýsu, lambakjöt og slátur. Á meðan hér var uppgangur og menn keyptu jeppa og flatskjái – þá var hins vegar pasta á öllum borðum.

Til eru ótrúlega margar tegundir af pasta og flestar hafa sí­na eigin sérstöku lögun. Ein algengasta tegundin er farfalle, sem kemur frá Lombardí­-héraði. Hvernig er farfalle-pasta í­ laginu?

26. Við hugum þá að sveitastjórnarmálum. Sí­ðustu árin hefur mikið verið reynt að sameina sveitarfélög, en árangurinn verið upp og ofan – einkum hér á höfuðborgarsvæðinu. Sí­ðasta tilraunin hér á svæðinu var fyrir nokkrum misserum þegar reynt var að sameina Hafnarfjörð einu nágrannasveitarfélagi sí­nu. Hafnfirðingar samþykktu sameiningu í­ atkvæðagreiðslu, en nágrannarnir felldu tillöguna.

Hvert var sveitarfélagið sem ekki vildi sameinast Hafnarfirði? 

27. Spurt er um uppfinningu. Vinna við hana hófst árið 1969 og var frumgerð hennar markaðssett árið 1974. Uppfinningamaðurinn, Jack Cover – Bandarí­kjamaður sem starfað hafði hjá geimferðastofnuninni NASA – var mikill aðdáandi barnabókahetjunnar Tom Swifts og gaf uppfinningunni nafn eftir tæki úr Swift-bókunum.

Þótt tækið sé nú að verða 35 ára gamalt, var útbreiðsla þess einkum bundin við Bandarí­kin þar til nýlega. Á mörgum löndum hafa yfirvöld verið treg til að leyfa notkun þessara tækja og ví­ðast hvar er sala þeirra bönnuð almenningi. Hvert er tækið?

28. Þorlákur Skúlason var biskup á Hólum frá 1628-1656. Hann tók við embætti af afa sí­num, Guðbrandi Þorlákssyni – og sí­ðar áttu synir hans tveir, Gí­sli og Þórður eftir að gegna biskupsdómi á Hólum og í­ Skálholti.Sumir afkomenda Þorláks biskups tóku upp ættarnafn, sem var afbökun af nafni hans. Ættarnafn þetta er enn við lýði. Hvert er það? 

29. Á ísraelsrí­ki eru tvö opinber tungumál. Hver eru þau?

30. Spurt er um menningarfyrirbæri. Menningarfyrirbæri þetta hóf göngu sí­na sumarið 1969. íkveðið var að hefja rekstur þessa fyrirbæris árið 1966 í­ tengslum við tilkomu Rí­kissjónvarpsins – en margir óttuðust að sjónvarpið kynni að valda menningarlegri afturför, ekki hvað sí­st meðal barna og unglinga.

Ekki tókst að ýta fyrirbæri þessu strax úr vör og atburður sem átti sér stað þann 26. maí­ 1968 varð til þess að tefja gangsetninguna um heilt ár. Að lokum tókst þó hefja starfsemina, sem fyrr segir og hafa Reykví­kingar notið góðs af þessu fyrirbæri í­ tæpa fjóra áratugi.

Á dag hefur fyrirbærið fengið nafn – kallast nú „Höfðingi“ og er myndskreytt af Gunnar Karlssyni myndlistarmanni. Hvert er menningarfyrirbærið?           

+ + + 

Svör:1. George Best

2. Leðurblökur

3. Hér og nú

4. Alnæmi

5. Útvegsbankinn

6. Hún er talin fyrsta litmyndin

7. Rúningur

8. Borgarleikhúsið

9. Handbolti

10. Að synda Ermarsund

11. Lottótölunum var fjölgað (úr því­ að vera 5/32 í­ 5/38)

12. Starbucks

13. Bolholt

14. Ryksuga (Hoover)

15. Þrjá mánuði

16. Hafa kallað sig „doktor“ án þess að vera læknismenntaðir eða hafa skrifað doktorsritgerð. (ívar Örn = Dr. Mister, Páll Óskar = Dr. Love, Gunnar Lárus = Dr. Gunni & Geisel = Dr. Seuss)

17. Chesterfield

18. Afrí­ku (Agulhas-höfði, Nálarhöfðinn er syðsti oddinn, ekki Góðravonahöfði)

19. Járnbrautarslys

20. Íslandi

21. Glostrup

22. Gí­rafinn

23. Myndirnar um Bleika pardusinn

24. Alþýðubankinn

25. Eins og fiðrildi/þverslaufa

26. Vogar á Vatnsleysuströnd

27. Rafbyssa eða taser-tæki

28. Thorlacius

29. Hebreska og arabí­ska

30. Bókabí­llinn