Gönguveður

Byrja jólin í­ friðargöngunni á Þorláksmessu? Ég er ekki fjarri því­.

Mér sýnist gönguhorfur vera góðar. Samkvæmt spánni verður vindur og ofankoma frameftir degi og svo aftur í­ kvöld – en dettur niður undir kvöldmat og helst fí­nt meðan á göngu stendur.

* * *

Þorláksmessa var lí­ka vettvangur frægra átaka fyrir sléttum fjörutí­u árum. Á Mogganum í­ dag skrifar gamall lögreglumaður grein sem lýsir Þorláksmessuslagnum sem einhverri hryllilegustu upplifun lí­fs hans, þar sem hann hafi gengið um göturnar og búist við að sjá afslitna lí­kamshluta (en raunar ekki fundið).

Reyndar tekst honum ekki að tí­na til mörg áþreifanleg atriði um ofbeldið. – Nema þá helst að einn lögreglumaðurinn hafi lamið félaga sinn í­ hausinn með kylfu. Það var augljóslega róttæklingunum að kenna.