Á gær varði ég góðum tíma í að reyna að búa til orðaleik – en mistókst hrapalega.
Efnislega var hann á þá leið að raunvísindamenn hefðu mestan áhuga á staðreyndum, nema jarðfræðingar… þeir væruspenntari fyrir raðsteindum.
Þetta var ekki gott. Þórarinn Eldjárn hefði samt náð smellinni smásögu útúr þessum efniviði.
Sem minnir mig á það – í árdaga Moggabloggsins var Þórarinn Eldjárn ein af skrautfjöðrum þess. Hvenær hætti hann að blogga?
# # # # # # # # # # # # # # # #
Jóladagatal Sjónvarpsins endaði vel. Illi mannauðsstjórinn lærði að það er hægt að lifa hamingjuríku lífi án þess að eiga sand af seðlum. Svo var henni boðið í jólaveislu.