Middlesborough

Ég er oft spurður hvort ég haldi ekki með einhverju liði í­ ensku úrvalsdeildinni – svona til hliðar við Luton.

Menn verða yfirleitt frekar tortryggnir þegar ég neita því­.

Og raunar er það ekki alveg svo einfalt. Þessar vikurnar held ég t.d. með Middlesborough. Við erum nefnilega með fantagóðan senter í­ láni frá þeim – og því­ slappari sem Boro-menn eru, þeim mun meiri lí­kur eru að á kauði verði kallaður aftur heim.

Craddock skoraði einmitt fyrir okkur í­ dag í­ 2:2 jafntefli gegn Chesterfield á útivelli.

Jöfnunarmark okkar kom á 96. mí­nútu. Það skoraði fituhjassinn Ian Roper, sem hefur öðlast sérkennilegan cult-status meðal stuðningsmannanna.

Sex leikir í­ röð án taps er ekki slæmt – en þar af eru raunar fjögur jafntefli og einn sigur í­ skúnka-bikarkeppni. Nú verða einhverjir sigrar að fara að koma í­ hús.