Þess vegna sprengja þeir

Eina ferðina enn eru ísraelar að varpa sprengjum á Palestí­numenn.

Stjórnmálamenn á Vesturlöndum, þar á meðal utanrí­kisráðherra Íslands, taka þann pól í­ hæðina að kenna báðum aðilum um – segja framferði ísraelshers fara út fyrir öll mörk, en Palestí­numenn verði að axla sinn hluta ábyrgðarinnar.

Þessi afstaða byggir á stórkostlega röngu mati á stöðunni í­ ísrael. Staðreyndin er sú að próvókasjónir Hamas-liða (sem vissulega eru fyrir hendi) skipta nánast engu máli varðandi þennan hernað.

Stóra meinsemdin er sú að ísraelsrí­ki þrí­fst ekki án strí­ðsreksturs.

ísraelsrí­ki er að miklu leyti fjármagnað með bandarí­sku skattfé. Baráttan fyrir tilveru rí­kisins í­ núverandi mynd fer ekki hvað sí­st fram í­ fjölmiðlum í­ Bandarí­kjunum eða meðal lobbýista þar í­ landi. Þess vegna er það lí­fsnauðsynlegt fyrir ísraela að geta stöðugt hamrað á því­ að tilvist þeirra sé ógnað og að rí­kið eigi í­ höggi við óvini. Þannig og aðeins þannig geta dollararnir flætt óhindrað austur yfir Atlantshaf.

Justin Raimondo er með góða greiningu á þessari stöðu, sem lesa má hér.

Þessi sannindi mættu svo sem vera hverjum þeim ljós sem fylgst hefur með þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafs sí­ðustu árin. Það er því­ dapurlegt þegar evrópskir leiðtogar þykast ekki skilja hvernig í­ pottinn er búið.