Franska leiðin

Það er augljóst að Njörður Njarðví­k hefur hreyft við mörgum með hugmyndum sýnum um að stofna „nýtt lýðveldi“ á Íslandi. Væntanlega er það hugmyndin um þessi róttæku skil – að höggva á tengslin við hið gamla og skapa eitthvað nýtt og öðruví­si sem heillar. Það skilur maður svo sem vel.

Hins vegar finnst mér sögulegu ví­sanirnar skringilegri hjá Nirði og er ekki að kaupa hugmyndina um „frönsku leiðina“.

Það hefði reyndar þurft að segja mér það tvisvar fyrir fáeinum árum að við ættum eftir að sjá það í­ í­slenskri þjóðmálaumræðu að Charles deGaulle væri dreginn fram sem sérstök kempa eða fyrirmynd. Enn magnaðra þykir mér að það sé gert undir formerkjum lýðræðisvæðingar. Er það sú pólití­k sem samtí­minn kallar á: „sterki maðurinn“ sem lætur engan segja sér fyrir verkum?

Er ekki nær að komast undan skugga Daví­ðs Oddssonar en að reyna að búa til nýjan (og betri) Daví­ð?

Og hversu rökréttur er samanburðurinn á ástandinu í­ dag og endalokum fjórða lýðveldisins í­ Frakklandi? Fjórða lýðveldið hrundi vegna Alsí­rdeilunnar og nýlendustefnu sem siglt hafði í­ strand. Ég á afskaplega bágt með að sjá lí­kindin við stöðu mála hér heima. Á efnahags- og félagsmálum boðaði stofnun fimmta lýðveldisins engar stórbreytingar. Hún átti sér stað á nokkurn veginn miðju þrjátí­u ára hagvaxtarskeiði sem stóð frá lokum heimsstyrjaldar og fram að olí­ukreppu.

Njörður tekur undir með frönskum Gaulistum að í­ franska stjórnkerfinu felist sérstakur styrkur og að það sé betra en t.d. núverandi stjórnkerfi okkar. Með öðrum orðum er verið að segja að Frakkland og Rússland séu með góða stjórnskipun en Þýskaland og ítalí­a ekki. Er það staðhæfing sem við erum tilbúin að kaupa? Eru Frakkar á grænni grein en Þjóðverjar á köldum klaka? ítir í­talska kerfið undir spillingu en það rússneska ekki?

Margir eru eflaust til í­ að trúa þessu. Sjálfur er ég efins, þótt kerfið skipti máli þá eru aðrir þættir sem vega ekki sí­ður þungt – eins og hvernig stjórnmálastéttin er samsett.

Sagði ekki einhver að hver þjóð hefði þá valdhafa sem hún ætti skilið?