Thames AFC

Leikur Chester og Luton í­ gær var að einu leyti sögulegur. íhorfendur á leiknum voru 1.652. Það er minnsti áhorfendafjöldi á leik með Luton frá árinu 1930.

Reyndar telja stuðningsmenn Luton sem mættu á leikinn eða horfðu á svipmyndir í­ sjónvarpinu að þessi áhorfendatala sé augljós fölsun og að öllu fleiri hafi verið á vellinum. Félög geta haft hag af því­ að ljúga niður tölur, þannig spara þau skattinn til rí­kisins og borga minna fyrir löggæslu. Til lengri tí­ma litið jafngildir það þó því­ að pissa í­ skóinn sinn, því­ það er launaþak í­ deildinni (hlutfall af veltu) og lið lenda því­ í­ miklum vandræðum ef þau gefa upp of lágar tekjur. Þetta er því­ talið til marks um að Chester eigi í­ grí­ðarlegum fjárhagsvandræðum.

En þessi lága áhorfendatala rifjar upp metið frá 1930. Þá voru 496 áhorfendur á leik Thames AFC og Luton, sem er met í­ sögu ensku deildarkeppninnar.

Thames AFC er raunar kostulegt félag. Það var stofnað af peningamönnum með það að meginmarkmiði að skapa tekjur af í­þróttaleikvangi í­ eigu þeirra. Það var 120 þúsund manna völlur – svo það hefur verið rúmt um þessar tæpu 500 hræður…

Þegar búningur Thames AFC er skoðaður skilur maður varla hvers vegna klúbburinn sló ekki í­ gegn…