Oslóartréð féll um miðnættið. Það var mikið sjónarspil.
Klukkan eitt gengum við Palli yfir Ingólfstorg. Þá voru starfsmenn borgarinnar komnir á bíl með krana og búnir að fjarlægja jólatréð sem þar stóð og voru að sópa upp síðustu greinunum.
Annað hvort var þetta furðuleg tilviljun eða ótrúlegur viðbragðsflýtir. Ekki amalegt að ná að ræsa út vinnuflokk og vélar með slíkum fyrirvara að næturlagi…