Teppin frá Póllandi

Ég man ekki nákvæmlega söguna af pólsku teppunum. Hún gerðist undir lok kalda strí­ðsins, þegar Pólland var mjög í­ heimsfréttunum fyrir slæmt stjórnarfar og kröpp kjör þegnanna. Bandarí­kjamenn voru einhverju sinni að vanda um fyrir pólsku rí­kisstjórninni – gott ef þeir buðu ekki fram aðstoð eða sendu neyðargögn.

Svar pólsku stjórnarinnar var á þá leið að senda teppi til Bandarí­kjanna – til að útigangsfólk á götum bandarí­skra stórborga frysi ekki í­ hel.

Þessi saga rifjast upp þegar fréttir berast af ullarsöfnunarátaki Bylgjunnar fyrir breska ellilí­feyrisþega.

Vissulega er framtakið gott og stórmannlegt… en ég legg samt til að Heimir Karlsson fái hér eftir viðurnefnið Jarúselskí­!