…má finna á mbl.is, þar sem segir frá afsögn Björgvins G. Sigurðssonar:
Björgvin sagði að enginn hefði þrýst á hann um afsögn og ekki hefði verið rætt um það úti í samfélaginu undanfarnar vikur.
Haag?
Getur verið að þetta sé misritun blaðamanns? Þarna hafi átt að standa:
Björgvin sagði að nánast allir – þar með talið leikskólabörn og vinalegar langömmur þeirra – hefðu þrýst á hann um afsögn og varla hafi verið rætt um annað úti í samfélaginu undanfarnar vikur.
Fjandakornið – verður maður ekki eiginlega að vona að það sé blaðamaðurinn sem hafi þetta vitlaust eftir, frekar en að ráðherrann sé svona gjörsamlega veruleikafirrtur?