Þegar ég var viðloðandi framhaldsskólaræðukeppnirnar í gamla daga, þá rakst maður á allnokkra krakka sem höfðu tileinkað sér ægilegan ósið við ræðuflutning. Það var að taka setningarnar sem átti að flytja með sérstökum þunga og klippa niður í einstök orð. Þannig-urðu-ræðurnar-alveg-fáránlegar-á-að-hlýða,-en-viðkomandi-ræðumanni-fannst-þetta-örugglega-rosalega-töff.
Fæstir Morfís-keppendur höfðu þennan ósið, en þessi fjórðungur eða svo sem flutti ræður með þessum ósköpum var svo áberandi að oft var talað um þetta sem „Morfís-ræðustílinn“.
Birkir Jón Jónsson, nýr varaformaður Framsóknarflokksins, er því miður með þennan herfilega galla. Gamla ræðuþjálfarahjartað þoldi ekki að hlusta á meira en 1-2 mínútur af ræðunni hans í gær. Sem betur fer var fótbolti á Sýn á sama tíma…