Landráð

Fyrir nokkrum vikum var tekið viðtal við Pál Skúlason í­ Kastljósinu, þar sem hann sló fram hugtakinu „landráð af gáleysi“ í­ tengslum við atburði í­ aðdraganda bankahrunsins. Þessi frasi sló strax í­ gegn og margir þeirra sem hafa tjáð sig í­ ræðu og riti um hrunið hafa gripið til hans. Um helgina var svo haldið heilt málþing á Akureyri þar sem orðið landráð kom fyrir í­ titlinum.

Fyrir tæpum þremur árum skrifaði Sverrir Jakobsson eina af sí­num bestu pólití­sku greinum og birti í­ Fréttablaðinu og á Múrnum. Hún fjallaði um tjáningarfrelsið og umræðuna í­ tengslum við Múhameðsmyndirnar o.fl.

Um miðbik greinarinnar ræðir Sverrir um þær atlögur sem gerðar hafa verið að tjáningarfrelsinu á undangengnum árum undir flaggi strí­ðs gegn hryðjuverkum. Þar segir: „Á nýrri löggjöf sem liggur núna fyrir alþingi eru dregin upp forneskjuhugtök eins og „landráð“ sem ganga þvert á nútí­mahugmyndir um einstaklingsfrelsi, þar sem trúnaður fólks á að vera við aðrar manneskjur en ekki land eða rí­ki.“

Þessi setning er gullvæg. – Trúnaður fólks á að vera við aðrar manneskjur en ekki land eða rí­ki. Hver getur í­ raun mótmælt þessu?

Þegar Páll Skúlason notar landráða-hugtakið sem refsivönd, til að leggja áherslu á alvarleika málsins, finn ég til ónota. Sagan hefur nefnilega að geyma svo ótal, ótal mörg grimmdarverk og dómsmorð þar sem fólk var kært og dæmt fyrir landráð. Þó ekki væri nema af þessum sökum, finnst mér enginn akkur í­ því­ að reyna að klí­na landráðamannstitilinum á annað fólk – þótt það kunni að hafa valdið samfélaginu grí­ðarlegu tjóni með ákvörðunum sí­num.

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir fáeinum dögum staðhæfðu Sjálfstæðismenn að þeir hafi fyrir löngu lýst sig reiðubúna til þess að skipta út stjórnendum Seðlabankans og endurskoða lögin um stofnunina – þetta hafi því­ ekki verið hin raunverulega ástæða stjórnarslitanna.

Á dag segja Sjálfstæðismenn hins vegar að það að skipta út stjórnendum Seðlabankans og endurskoða lögin séu pólití­skar hreinsanir.

Hvað breyttist?