Leynd

Stundum getur það verið frústrerandi að fylgjast með pólití­k.

Ekki hvað sí­st þegar maður fylgist með því­ hvað tónninn í­ stjórnmálamönnum getur breyst á einni nóttu við að fara úr stjórn í­ stjórnarandstöðu.

Sjálfstæðismenn eru búnir að vera í­ viku í­ stjórnarandstöðu og þeir eru fjúrí­ös – vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi ví­st bréf til rí­kisstjórnarinnar og efni þess var meðhöndlað sem leyndarmál.

Fyrir fáeinum vikum stóðu Sjálfstæðismenn að rí­kisstjórn sem neitaði að birta viðamikið samkomulag við þennan sama sjóð sem sneri að flestum hliðum rí­kisrekstursins næstu árin… það væri jú trúnaðarmál.

Við fengum ekki einu sinni staðfest nema í­ gegnum dylgjur Seðlabankastjóra að Ísland væri í­ raun valdalaust um ákvarðanir stýrivaxta – hvað þá meira. Ekki máttum við sjá pappí­rana frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þá og einhverra hluta vegna sáu Sjálfstæðismenn enga ástæðu til að heimta að fá að sýna þau bréf.

(Til að fyrirbyggja allan misskilning, vil ég taka fram að mér finnst að það ætti að skella hverju einasta skeyti frá AGS til í­slenskra stjórnvalda beint á vef forsætisráðuneytisins fyrir alla að lesa. Látum þá helv. sjóðinn stoppa okkur í­ því­.)