Það er komin upp hálfgerð X-files ráðgáta í Norðurmýrinni: leyndardómur gulu skánarinnar.
Fyrr í vetur veittum við því athygli að undir svölum íbúðarinnar á annarri hæð hefur myndast gul skán, ekki ósvipuð einhvers konar kísilútfellingum. Hún hefur svo dropið niður á tröpppuhandrið fyrir neðan. Á hinni hlið hússins, í kverk undir tröppunum inn í húsið, má líka finna svona gula skán. Hún er hálfslepjuleg viðkomu og ekki útilokað að þetta sé lífrænt.
Kannast lesendur við fyrirbærið?
Er þetta leyniþjónusta BB að eitra fyrir formanni SHA? Geimverurnar? Hellisheiðarvirkjun?
Hvort hringi ég í meindýraeyði eða draugabana? Þá stórt er spurt…