Spurningakeppni 1967-68

Um helgina birtist spjall við mig í­ Mogganum þar sem farið var yfir sögu Gettu betur-keppninnar. Ég taldi að þrí­r samverkandi þættir hefðu ráðið mestu um að keppninni var ýtt úr vör árið 1986:

* Framhaldsskólum í­ landinu hafði fjölgað mjög hratt árin á undan og mögulegum keppnisliðum þar með

* Ræðukeppni framhaldsskólanna var að festa sig í­ sessi og naut mikilla vinsælda og því­ rökrétt að teygja slí­kt samstarf inn á önnur svið

* Trivial pursuit kom á markaðinn um þetta leyti og því­ fylgdi stóraukinn áhugi á hvers kyns spurningaleikjum

Á viðtalinu gat ég um eldri fyrirmynd af slí­kri keppni, sem haldin hafi verið um 1978. Þar munu nokkrir menntaskólar hafa keppt í­ spurningakeppni, en keppnisliðin skipuð nemendum og kennurum í­ bland. ístæða þess að vissi yfirhöfuð um þessa keppni var sú að vinur minn Skúli Sigurðsson var í­ MR-liðinu og sagði mér frá þessu.

Á gær fékk ég ábendingar úr þremur áttum um að upptalningin hefði ekki verið tæmandi. Um 1967 efndi Rí­kisútvarpið nefnilega lí­ka til spurningakeppni menntaskólanna. Margrét Indriðadóttir var spyrill og sá um þáttargerðina en Jón Böðvarsson var höfundur spurninga.

Kona sem var nemandi í­ MA rifjaði upp að allur skólinn (eða í­ það minnsta stúdentsefnin) hafi fyrirvaralaust þurft að þreyta sví­nslega erfitt forpróf áður en valið var í­ keppnisliðið nyrðra. Erlingur Sigurðsson hafi verið öflugastur Akureyringa, en liðið tapað með einu stigi í­ keppni sem fram fór í­ hátí­ðarsal skólans. Það hafi verið mikil sorg.

MR virðist hafa verið með sterkasta liðið. Helgi Skúli Kjartansson svaraði öllu sem að kjafti kom og varð landskunnur fyrir. Vilmundur Gylfason var ví­st kjaftaskúmurinn í­ liðinu.

Eitthvað reyndi ég að finna um keppnina í­ gömlum dagblöðum, en uppskeran var rýr. Það er seinni tí­ma fyrirbæri að skrifa heilu og hálfu fréttirnar um það sem gerist í­ útvarps- og sjónvarpsþáttum. Hér áður fyrr héldu dagblöðin úti einum föstum dálki þar sem lagt var út af dagskrá ljósvakamiðlanna, en að öðru leyti töldust skemmti- og afþreyingarþættir ekki sjálfstætt fréttaefni – sem er svo sem rökrétt afstaða.

En gaman væri að vita meira um þessa menntaskólaspurningakeppni veturinn ´67-8.