Wembley!!!!!!

Hví­lí­kt kvöld! Hví­lí­k dramatí­k!

Fór í­ kvöld á sportbar á Grensásveginum ásamt Ragga og Val að horfa á seinni undanúrslitaleik Luton og Brighton í­ málningarbikarnum. Málningarbikarinn er skí­tabikarkeppni liðanna í­ tveimur neðstu deildunum, en hefur eitt sér til ágætis – úrslitaleikurinn er á Wembley. Það þýðir góðar tekjur í­ kassann og áhorfendafjöldi sem keppnisliðin hefðu ella bara getað látið sig dreyma um.

Fyrri leikurinn fór 0:0 í­ Brighton og möguleikarnir því­ ágætir. Brighton missti mann útaf undir lok fyrri hálfleiks fyrir litlar sakir í­ stöðunni 1:1 og eftir það var lí­til hætta á að við töpuðum í­ venjulegum leiktí­ma. Að lokum endaði þetta í­ ví­taspyrnukeppni – þar sem andstæðingarnir voru sigurstranglegri. Markvörðurinn þeirra hafði varið vel að mestu, en lánsstrákurinn okkar (frá Derby) var taugaveiklaður að sjá og ennþá með unglingaspikið í­ kinnunum.

Samt tókst pjakknum okkar að verja tvær spyrnur – og nú erum við komnir á Wembley.

Ef ég ætti ekki von á krakka á næstu vikum, væri ég þegar búinn að bóka flugfarið til London í­ aprí­lbyrjun. Þess í­ stað ætla ég að láta nægja að horfa á leikinn á einhverri knæpunni. Kannski maður slái þessu bara saman við afmælisveislu???

Luton er sem sagt komið á Wembley í­ fyrsta sinn í­ tuttugu ár! Við föllum kannski úr deildarkeppninni í­ vor – en við fáum þó alltaf þessa viðureign gegn Scunthorpe. (Kristján Guy Burgess er eini Íslendingurinn sem ég veit til að haldi með Scunthorpe.) Það er ekki slæmur plástur á sárið…