Beðið eftir goti

Nýja barnið á að láta sjá sig á laugardaginn kemur, samkvæmt áætlun. Eitthvað segir okkur samt að biðin verði ekki alveg svo löng. Þangað til er maður hálftættur eitthvað – enda erfitt að lofa sér í­ verkefni fram í­ tí­mann þegar svona stendur á.

Reyndar væri nokkurra daga bið vel þegin. Forvalið hjá VG verður á laugardaginn og í­ mörgu að snúast fram að því­.

# # # # # # # # # # # # #

Byrjaði að glugga í­ skattframtalið á netinu og verð að lýsa aðdáun minni. Á vef Rí­kisskattstjóra er útfylling skattaskýrslunnar furðueinföld. Útskýringar eru góðar og hnitmiðaðar og villuprófunin er prýðisgóð.

Hvers vegna getur ekki t.d. Tryggingastofnun Rí­kisins gert e-ð svipað – frekar en að senda viðskiptafólki sí­nu óskiljanleg skeyti og lenda fyrir vikið í­ að þurfa sí­fellt að endurreikna greiðslur sí­nar?

# # # # # # # # # # # # #

Á athugasemdunum við færsluna hér að neðan sést að mér hefur tekist að móðga nokkra unga Sjálfstæðismenn með of mikilli léttúð. Auðvitað getur það verið fyllsta ástæða til að útskýra fyrir fólki kosningakerfið í­ svona prófkjöri. Þeir sem vilja kjósa strategí­skt þurfa hjálp við það.

Annars hef ég  þá kenningu að það sé í­ mesta lagi 20% þeirra sem taka þátt í­ prófkjörum sem kjósi strategí­skt. Hinir mæta og velja þau 2-3 nöfn sem þeir ætla að styðja og fylla svo uppí­ listann með furðutilviljanakenndum hætti. Þessi kosningahegðun fólks fokkar svo öllu upp fyrir okkur plotturunum sem reiknum með að allir hinir kjósi taktí­skt.