Þruglað um leyfi

Hef hlustað á nokkra fréttatí­ma í­ dag með öðru eyranu – annað hvort á leiðinni inn og útúr bí­lnum eða í­ útvarpstækinu á safninu.

Á þeim öllum hafa verið fréttir af því­ að bæjaryfirvöld í­ hinum og þessum bæjum (a.m.k. Hafnarfirði og Grindaví­k) séu að úttala sig um það hvort vélhjólaklúbbur með vafasamt orðspor fái leyfi til að opna félagsheimili á viðkomandi stað.

Af þessum fréttum hefur helst mátt skilja aðþað sé hlutverk sveitarstjórna að leggja mat á félagasamtök sem koma sér upp húsnæði og hvort starfsemi þeirra þyki viðkomandi bæ til framdráttar.Hvers konar vitleysa er þetta?

Hér gilda skipulagslög, sem takmarka möguleika manna til að fara með ákveðna starfsemi í­ húsnæði sem er skilgreint á tiltekinn hátt. Þannig má ég ekki opna hárgreiðslustofu í­ í­búðinni minni án þess að fara í­ gegnum mikið og flókið leyfisferli og að ströngum skilyrðum uppfylltum. Eins er bannað að breyta atvinnuhúsnæði í­ í­búð.

Ef félagsheimilinu hefur verið fundinn staður sem stangast á við skipulagsreglur er rökrétt að vélhjólagarparnir séu stöðvaðir af – annars hlýtur sveitarfélagið að bjóða þá velkomna.