Emírinn (b)

Bournemouth er eitt þeirra ensku liða sem standa hvað verst.

Núna segist aðalstjórnandinn vera búinn að handsala samkomulag við ógeðslega rí­ka araba um að  kaupa liðið undir lok mánaðarins. Fram að því­ skorti hins vegar skotsilfur til að reka klúbbinn.

Sumir stuðningsmennirnir eru himinlifandi og telja úrvalsdeildina skammt undan. Aðrir eru skeptí­skari – og spyrja sig hvers vegna vellrí­kir olí­ufurstar ættu að vilja kaupa svona félag?

Óneitanlega verður manni hugsað til olí­ufurstans sem átti að vera að kaupa sig inn í­ Kaupþing…

Ætli þumalputtareglan sé ekki þessi varðandi fregnir af vellrí­kum aröbum: annað hvort er maður á grænni grein eða í­ verulega vondum málum… held að það sé enginn millivegur.