Vottar

Eyjan segir frá gagnrýni Valgerðar Bjarnadóttur á tillögur að framboðsreglum til stjórnlagaþings. Þar stendur: „Valgerður segir að samkvæmt drögunum skuli hver frambjóðandi til stjórnlagaþings hafa 50 meðmælendur og yfirlýsing hvers meðmælanda skuli undirrituð af tveimur vottum. Enginn megi mæla með fleiri en einum frambjóðanda.

Valgerður bendir á að með einfaldri margföldun megi finna út að hver frambjóðandi þurfi að skila inn 150 nöfnum, þ.e. 50 meðmælendum og 100 vottum. Ef tveir bjóði sig fram fyrir hvert 41 sæti á þinginu þá þurfi 12.300 manns að skrifa undir og ef þrí­r bjóði sig fram fyrir hvert sæti þurfi samtals 18.450 undirskriftir til að staðfesta að frambjóðendum sé treystandi til að bjóða sig til þessa starfa.“

Þetta slær mig við fyrstu sýn eins og villandi talnaleikfimi. Hér notar Valgerður þá brellu að reikna með því­ að þrí­r menn standi á bak við hverja einustu undirskrift – meðmælandinn og tveir vottar. Augljóslega verður það þó ekki raunin.

Þótt reiknað sé með því­ að hver meðmælandi skrifi bara uppá fyrir einn mann, þá er fásinna að það sama gildi um vottana tvo. Þeir gera ekkert annað en að votta uppáskrift meðmælandans. Komi frambjóðandinn inn í­ herbergi með fimmtí­u stuðningsmönnum sí­num, þá nær hann á einu bretti öllum meðmælendunum, sem votta þá hver hjá öðrum í­ kross.

Kjósi frambjóðandinn að safna í­ Kringlunni, hefur hann frændur sí­na Steina og Olla með í­ söfnuninni og lætur þá votta hverja undirskrift.

Tölur Valgerðar um fjölda fólks sem þarf að skrifa undir eru því­ þrefalt of háar – hvort sem það er gert í­ áróðursskyni eða fyrir misskilning.