Drew Talbot, gamli framherjinn okkar, var látinn fara frá Luton þegar hann vantaði einn leik í að ná tilteknum leikjafjölda sem tryggt hefði honum og umboðsmanni hans bónusgreiðslu. Á kvöld skoraði hann fyrir Chesterfield í sigurleik gegn Grimsby. Vandræði Grimsby aukast því enn og vonir okkar glæðast að sama skapi.
# # # # # # # # # # # # #
Um daginn bloggaði ég um utandeildarliðið Weymouth sem rambar á barmi gjaldþrots. Ógæfu þeirra virðast engin takmörk sett. Um daginn var félagið búið að tryggja sér nýjan fjárfesti sem virtist ætla að draga það að landi.
Á leiðinni á blaðamannafundinn þar sem kynna átti samkomulagið fékk karlskarfurinn heilablóðfall og sá sig í kjölfarið um hönd. Þetta er algjört met!