Sú var tíðin að menn reyndu að tala um „turnana tvo“ í íslenskum stjórnmálum. Þeir á annað borð eru hrifnir af slíku líkingamáli úr byggingariðnaði, eru fyrir löngu byrjaðir að tala um „raðhúsið“ – Sjálfstæðisflokk, VG og Samfylkingu.
Nú hafa allir flokkarnir haldið sín prófkjör/forvöl í Reykjavík og vitaskuld beinast augu allra stjórnmálaáhugamanna að 10.sætinu – enda vita allir að þeir bestu eru númer 10 (Maradona, Pele, Zidane, Platini…)
Og sjá – tíundu sætin eru skipuð þremur ungum og ljóshærðum konum: Steinunni, Önnu Pálu Sverrisdóttur og Sigríði Andersen.
Mér finnst að flokkarnir ættu að koma sér saman um að stilla þeim öllum upp í sama kjördæminu… það yrði efni í epíska stórmynd.