Meira um virkjanir og spurningakeppnir

Meira um virkjanir og spurningakeppnir

ífram heldur þessi magnaða saga um Kjördæmin keppa, spurningakeppni sjónvarpsins frá 1976. Greinilegt er að fleiri blöð en Þjóðviljinn hafa látið málið til sí­n taka, þótt minnst af því­ hafi ratað inn í­ úrklippusafn Rafmagnsveitunnar.

Föstudaginn 2. aprí­l birtir Dagblaðið fréttamola með textarammanum: „Kjördæmin keppa“ enn í­ sviðsljósinu Hann er á þessa leið (leturbreytingar sem fyrr mí­nar):

Virkjun í­ Ögri í­ gangi frá 1926
– nýtt sönnunargagn um rangan dóm svara

Á ljós hefur komið að við Ögur í­ ísafjarðardjúpi er enn í­ dag starfrækt vatnsaflsvirkjun sem reist var þar ekki seinna en 1926. Rafstöð þessi var reist af Bjarna frá Hólmi, sem búsettur var í­ Ví­k í­ Mýrdal og mun hafa reist margar slí­kar stöðvar, aðallega þó sunnanlands. Virkjunin í­ Ögri var reist á árum þeirra Ögursystra, Ragnhildar og Halldóru Jakobsdætra, sem fengu Bjarna frá Hólmi til þess að virkja Ögurá til rafmagnsframleiðslu fyrir bæinn í­ Ögri. Að sögn Halldórs Hafliðasonar bónda í­ Ögri dugir rafstöð þessi honum til lýsingar bæjarins, en viðbótarrafmagn fær hann úr dí­silrafstöð flugmálastjórnar, sem er þarna skammt frá og framleiðir rafmagn í­ radar vegna flugsins til ísafjarðar.
Þar með hlýtur það svar sem Sunnlendingar svöruðu í­ sjónvarpsþættinum Kjördæmin keppa að verða ómerkt, þar sem þeirra svar var álið rétt þegar merking orðsins „elztur“ er álitin það sem enn er í­ gangi. Brytir þetta þá niðurstöðum þáttarins á þann veg að Suðurlandskjördæmi og Reykjaneskjördæmi koma jöfn út úr spurningaþættinum Kjördæmin keppa. Á stað þess að Suðurlandskjördæmi var dæmt rétt svar fyrir virkjun, sem ekki er reist fyrr en 1937, þ.e. a.m.k. ellefu árum eftir að virkjunin í­ Ögri, sem enn er í­ gangi, var reist.

– EI/BH

…ef þetta er ekki kverúlantaskapur þá veit ég ekki hvað!