Meira um virkjanir og spurningakeppnir
ífram heldur þessi magnaða saga um Kjördæmin keppa, spurningakeppni sjónvarpsins frá 1976. Greinilegt er að fleiri blöð en Þjóðviljinn hafa látið málið til sín taka, þótt minnst af því hafi ratað inn í úrklippusafn Rafmagnsveitunnar.
Föstudaginn 2. apríl birtir Dagblaðið fréttamola með textarammanum: „Kjördæmin keppa“ enn í sviðsljósinu Hann er á þessa leið (leturbreytingar sem fyrr mínar):
Virkjun í Ögri í gangi frá 1926
– nýtt sönnunargagn um rangan dóm svara
Á ljós hefur komið að við Ögur í ísafjarðardjúpi er enn í dag starfrækt vatnsaflsvirkjun sem reist var þar ekki seinna en 1926. Rafstöð þessi var reist af Bjarna frá Hólmi, sem búsettur var í Vík í Mýrdal og mun hafa reist margar slíkar stöðvar, aðallega þó sunnanlands. Virkjunin í Ögri var reist á árum þeirra Ögursystra, Ragnhildar og Halldóru Jakobsdætra, sem fengu Bjarna frá Hólmi til þess að virkja Ögurá til rafmagnsframleiðslu fyrir bæinn í Ögri. Að sögn Halldórs Hafliðasonar bónda í Ögri dugir rafstöð þessi honum til lýsingar bæjarins, en viðbótarrafmagn fær hann úr dísilrafstöð flugmálastjórnar, sem er þarna skammt frá og framleiðir rafmagn í radar vegna flugsins til ísafjarðar.
Þar með hlýtur það svar sem Sunnlendingar svöruðu í sjónvarpsþættinum Kjördæmin keppa að verða ómerkt, þar sem þeirra svar var álið rétt þegar merking orðsins „elztur“ er álitin það sem enn er í gangi. Brytir þetta þá niðurstöðum þáttarins á þann veg að Suðurlandskjördæmi og Reykjaneskjördæmi koma jöfn út úr spurningaþættinum Kjördæmin keppa. Á stað þess að Suðurlandskjördæmi var dæmt rétt svar fyrir virkjun, sem ekki er reist fyrr en 1937, þ.e. a.m.k. ellefu árum eftir að virkjunin í Ögri, sem enn er í gangi, var reist.
– EI/BH
…ef þetta er ekki kverúlantaskapur þá veit ég ekki hvað!