Vistaskipti listmálarans

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég bloggfærslu þar sem ég furðaði mig á framboði írna Björns Guðjónssonar í­ forvali VG. ístæðan var sú að írni Björn var í­ forsvari fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn sem stóð fyrir andstyggileg sjónarmið – var með kynskiptiaðgerðir á heilanum og talaði með niðrandi hætti til samkynhneigðra.

Flokksfélagar mí­nir í­ VG veittu írna Birni ekkert brautargengi. Hann varð neðstur.

Nú hefur frambjóðandinn hins vegar fundið sér nýjan vettvang. Á nýlega kynntum framboðslista Borgarahreyfingarinnar í­ Suðurkjördæmi, er írni Björn í­ heiðurssætinu.

Á dögunum var Magnúsi Ólafssyni hafnað af Borgarahreyfingunni á ansi harkalegan hátt og hann kallaður kennitöluflakkari og svikahrappur. En vond gjaldþrotasaga þykir kannski verri á þeim bænum en andúð á „kynvillingum“?