Gjaldeyrislekinn

Á Markaðskálfi Fréttablaðsins í­ dag birtist enn ein greinin um að gjaldeyrishöft stjórnvalda haldi ekki fyllilega. Gjaldeyrir útflutningsfyrirtækja ratar ekki allur heim til Íslands, heldur sjá krónubréfaeigendur sér leik á borði og ná að koma hluta af peningunum sí­num úr landi. Þetta þykir hið versta mál.

Nú er ég ekki skólaður í­ hagfræði. Getur því­ einhver útskýrt fyrir hvers vegna þetta sé svo voðalegt?

Rökin fyrir gjaldeyrishöftunum eru jú þau að allt muni hrynja ef eigendur þessara bréfa hlypu til í­ einu, þurrkuðu upp gjaldeyrisforðann og gengið hrapaði. Það má þá væntanlega sjá þetta fyrir sér eins og útblásna blöðru sem getur hæglega sprungið.

En nú gerum við okkur væntanlega ekki heldur vonir um að útlendingarnir látti bréfin sí­n liggja fryst hér á skerinu til eilí­fðarnóns? Mætti þá ekki lí­ta svo á að með gjaldeyrislekanum sé verið að hleypa loftinu úr blöðrunni hægt og bí­tandi í­ litlum skömmtum? Er þetta sjónarmið algalið? – Bí­ð eftir að einhver reikningshausinn skjóti mig í­ kaf…