Viltu skrifa reyfara?

Á morgun stendur Minjasafn Orkuveitunnar fyrir gönguferðinni „Undirheimar Laugardalsins“. Þar mun ég með aðstoð góðra manna leiða gesti um dalinn, þar sem skoðað verður að tjaldabaki ýmissa þeirra tæknikerfa sem finna má á svæðinu og fjallað um sögu þeirra.

Uppleggið er að þarna fái fólk að skoða eitt og annað sem er almenningi hulið aðra daga. Markhópurinn er tæknikallar af báðum kynjum.

Mig grunar lí­ka að glæpasagnahöfundar gætu haft gott af ferðinni og fengið hugmyndir að sögusviði fyrir skuggaleg morð og glæpi í­ Reykjaví­k…

Lagt verður af stað kl. 13 frá listaverkinu Fyssu í­ Grasagarðinum á morgun, laugardag.