Ógild atkvæði

Á hverjum Alþingiskosningum er slatti af ógildum atkvæðum. Stundum skýrast ógild atkvæði af því­ að kjósanda mistekst að gera grein fyrir vilja sí­num. Hann krossar þá við meira en einn framboðslista eða setur krossinn á stað þar sem ekki er hægt að sjá með afgerandi hætti við hvern er verið að merkja.

Algengast er þó að kjósendur sem gera ógilt merki við einn lista, en klúðri svo atkvæði sí­nu með því­ að skrifa eitthvað annað inn á seðilinn eða strikar út af framboðslista annars flokks en sí­ns eigin.

ístæða þess að svo hart er tekið á því­ að kjósendur striki út á vitlausum framboðslista eða kroti eitthvað á kjörseðilinn, s.s. „Niður með komma!“ eða „Kúkum á kerfið!“, er sú að þannig er talin hætta á að kjósandinn auðkenni akvæði sitt og kosningin sé ekki lengur leynileg.

Hvers vegna er það hættulegt? Jú, í­ teorí­unni gæti t.d. Kobbi kosningasmali borgað Unnari undirmálsmanni fyrir að kjósa Fáráðlingaframboðið. Þar sem Unnar er einn í­ kjörklefanum hefur Kobbi ekki möguleika á að kanna hvort samningurinn standi – nema þá að hann skikki Unnar til að aukenna kjörseðilinn sinn með afgerandi hætti (t.d. með því­ að kjósa F-listann en strika út fólkið í­ 13.sæti á öllum hinum listunum). Mútuþægur talningarmaður eða fulltrúi Fáráðlingaframboðsins við talninguna myndi svo fylgjast með því­ að umræddur seðill skilaði sér.

Er þetta raunhæf hætta? Myndi óprúttinn atkvæðasmali ekki getað notað aðrar aðferðir til að koma í­ veg fyrir samningsrof? Hann gæti t.d. skipað Unnari að strika svo sérviskulega og endurraða á lista Fáráðlingaflokksins að atkvæðið þekktist auðveldlega. Nútí­matækni gæti lí­ka komið að gagni. Myndavélasí­mum má hæglega smygla inn í­ kjörklefann í­ staðfestingarskyni.

Allar eru þessar girðingar lí­ka gagnslausar, þar sem Unnar undirmáls getur kosið utankjörfundar og notað rétt sinn til að strika út eða endurraða. Það gerir hann einfaldlega með því­ að skrifa nöfn frambjóðenda með eigin hendi – strika svo yfir þau eða númera upp á nýtt. Slí­kur kjörseðill er augljóslega auðkenndur og hægðarleikur að svipast um eftir honum við talningu.

Niðurstaða: Auðkennisrökin halda ekki. Það eru því­ engar skynsamlegar ástæður til að úrskurða kjörseðil ógildan þótt fólk álpist til þess að pára á vitlausan stað á seðlinum, svo fremi að krossinn sé á sí­num stað…