Alltaf er nú borgin samt best…
Þessi sumarbústaðarferð var stök snilld. Nenni samt ekki að blogga um hana, enda frá nægu öðru að segja. Á þessari viku í Borgarfirðinum tókst mér þó að lesa allar þær bækur sem ég ætlaði mér – líka fræðibækurnar. Steinunn datt hins vegar bara niður í reyfarana og las nánast ekkert í Hinu kyninu eftir Simone de Beauvoir – 1-0 fyrir mig!
Engir gestir létu sjá sig ef undan eru skilin Jórunn frænka, maður hennar og sonur. Það var fínt því þá gátum við setið ein að öllu víninu og bjórnum. Hvorutveggja voru gerð góð skil. Ég er endurnærður sem aldrei fyrr og er reiðubúinn að takast á við hverja þraut…
* * *
Víkur þá sögunni að leiðinlegri málum.
Löggan er búin að bösta Drauminn. Ég er foxillur.
Á fyrsta lagi er það alveg út í hött að löggan skuli senda út fréttatilkynningar eins og fífl um böst af þessu tagi þar sem sá grunaði er í raun sakfelldur. „Æögreglan leggur hald á fíkniefni og skotvopn í söluturni“ – hljómar kannski tilkomumikið, en þegar nánar er lesið og í ljós kemur að um var að ræða 1-2 skammta af amfetamíni og gamla kyndabyssu þá fer nú glansinn nokkuð af afrekinu.
Auðvitað seldi Draumurinn bjór og landa, það vissu allir. Og það getur vel verið að einhverjar smyglaðar sígarettur hafi verið þar að finna – ekki hef ég þó orðið var við sölu á öðru en íTVR-merktum rettum. Ég hef hins vegar aldrei heyrt neitt um Draumurinn seldi dóp, allra síst krökkum og hef aldrei séð neitt sem bendir til þess.
Og hverjum hefur Júlli í Dramnum verið að selja sprútt? Unglingum undir lögaldri? Fullorðnu fólki eftir lokun í ríkinu? – Nei, þessir hópar kaupa sér áfengi með öðrum leiðum. Krakkarnir múta fullorðnum til að kaupa fyrir sig, en aðrir fá áfengi selt út af veitingastöðum.
Draumurinn hefur selt rónunum og ofdrykkjufólkinu sem fær ekki afgreiðslu annars staðar. Það leitar meðal annars í Drauminn af því að þar fær það að vera inni, ef það er til friðs. Það fær að hlýja sér þegar veðrið er leiðinlegt og það er komið fram við það af meiri virðingu en gerist og gengur annars staðar.
Hvað halda menn að vinnist með því að bösta Drauminn – að stöðva þessa sölumennsku sem þar hefur átt sér stað í allra vitorði í mörg ár? Halda menn kannski að rónarnir hætti að drekka? Eða að rauðsprittið fari eitthvað betur með þá?
Fyrir nokkrum misserum gengu löggan og borgin í það að loka Keisaranum. Mikil var undrun þeirra þegar í ljós kom að þótt Keisarinn hyrfi hættu viðskiptavinirnir ekki að vera til. Sumir þeirra römbuðu meira að segja niður í miðbæ þar sem þeir öngruðu menningarpakkið jafnvel ennþá meira með því að drekka á Austurvelli eða ég veit ekki hvað.
Urr – hvers vegna er fólk svona vitlaust?
* * *
Fer á eftir að sjá Framara kjöldraga KR-inga. Rambaði með Palla á Val gegn íBV í gær. Eyjamenn geta ekkert. Þjálfari þeirra hlýtur að fá fjúk eftir næstu umferð eða þarnæstu.
íhm.