Óþolinmæði

Þegar ég byrjaði að fylgjast með pólití­k á ní­unda áratugnum þótti engum merkilegt þótt myndun rí­kisstjórnar tæki viku til tí­u daga. Menn slökuðu bara á og brugðu sér jafnvel heim í­ kjördæmi áður en formlegar viðræður fóru fram.

Hvenær breyttist þetta á þann veg að fjölmiðlamenn byrja að fara á taugum ef ekki er tilbúinn málefnasamningur og ráðherralisti tæpum tveimur sólarhringum eftir kosningar?

Úr því­ að það er hræðilegt krí­su- og veikleikamerki að flokkar þurfi að ræða saman eftir kosningar – hver er þá tilgangurinn með kosningum? Eiga kosningar ekki einmitt að vera mæling á styrk ólí­kra stefna og þannig grundvöllur fyrir samningaviðræður?

Legg til að fjölmiðlarnir snúi sér bara að Evróvisí­on í­ staðinn. (Miðað við alla þá ógæfu sem dunið hefur yfir þjóðarbúið væri nefnilega alveg eftir öðru að við „lendum í­ að vinna“.)