Höfum eitt á hreinu:
Mál málanna í pólitíkinni í Bretlandi eru upplýsingarnar sem láku út um óhófleg útgjöld þingmanna. Það er allt vitlaust út af þessu og Gordon Brown situr í súpunni meðan fjölmiðlar smjatta á upplýsingunum.
Það að breski forsætisráðherrann hafi ruglað saman bankastofnunum í óundirbúinni fyrirspurn um spítala í Norður-Englandi og talað óvarlega um Ísland í því samhengi er smámál. (Það er – fyrir alla aðra en Íslendinga og fólkið sem notar þennan tiltekna spítala.)
Hvort ummælin í þinginu hafi verið nákvæm eða ekki, er líklega í u.þ.b. svona hundraðasta sæti á listanum yfir hluti sem Gordon Brown og aðstoðarmenn hans hafa áhyggjur af núna.
Þeir sem halda að þetta sé skandallinn eigi eftir að fella Brown, munu verða fyrir miklum vonbrigðum. Mér er meira að segja til efs að þingmaðurinn sem átti upphaflegu fyrirspurnina muni nenna að gera meira með málið – hvað þá að það verði meira en neðanmálsgrein á innsíðu í nokkrum fjölmiðli sem skiptir máli í Bretlandi.