Fyrirspurnartími ráðherra

Þegar Steinunn fór inn á þing fyrir rúmu ári, lagði hún bæði undirbúnar og óundirbúnar fyrirspurnir fyrir ráðherra. Hvort tveggja er eins konar leikrit. Svörin við undirbúnu spurningunum eru unnin í­ ráðuneytunum – og stundum fela þau í­ sér raunverulega mikilvægar upplýsingar. Yfirleitt staðfesta þó svörin ekki annað en það sem fyrirspyrjandinn vissi fyrir, en gefa honum færi á að vekja athygli á málefninu.

Undirbúnu fyrirspurnirnar eru miklu meiri hasar. Þá fá ráðherrarnir og aðstoðarmenn þeirra spurningarnar fyrr um morguninn og svo skylmast menn. Á langflestum tilvikum eru átökin fyrirsjáanleg, en stundum (og það er nú eiginlega skemmtilegast) eru ráðherrarnir slegnir út af laginu og þurfa að hugsa hratt.

Þótt fyrri spurningaflokkurinn sé undirbúinn og jafnvel um að ræða fyrirspurnir sem legið hafa mánuðum saman í­ ráðuneytinu, eru svörin ekki alltaf á háu plani. Steinunn beindi t.d. fyrirspurn til Þorgerðar Katrí­nar menntamálaráðherra um hversu margir nemendur við Háskólann nytu örorkuafsláttar af innritunargjöldum – sem væri þá besta mögulega ví­sbendingin um hversu hátt hlutfall nema í­ HÁ sé öryrkjar (sem er að öllum lí­kindum langt undir þjóðarmeðaltali).

Gögnin voru ekki til – af því­ að Háskólinn hefur væntanlega ekki hirt um að halda þeim til haga. Svar ráðherra var hins vegar á þá leið að upplýsingarnar væru ekki fyrir hendi, þar sem Persónuvernd bannaði að þeim væri safnað. Þetta svar var augljóslega út í­ hött. Háskólinn krefur þá nemendur sem sækja um lækkun skólagjalda um staðfestingu á örorku sinni. Að skólinn skrái hjá sér þann fjölda sem fær lækkun á þessum forsendum hefur augljóslega ekkert með persónuvernd að gera. Enda fékkst það sí­ðar staðfest að Persónuvernd hefur aldrei verið spurð álits um þetta mál. Þarna fór ráðherra því­ með rangt mál – þótt lí­klega hafi svarið verið samið af undirmanni.

Á óundirbúinni fyrirspurn til Ingibjargar Sólrúnar utanrí­kisráðherra, vék Steinunn að æfingaflugi danskra herþota við Ísland (loftrýmiseftirliti) sem þá stóð fyrir dyrum. Kveikjan (átyllan) var frétt sem hafði birst í­ dönskum og færeyskum miðlum daginn áður þess efnis að danski flugherinn hefði í­trekað orðið ví­s að því­ í­ æfingarflugi sí­nu að brjóta reglur um flugumferðaröryggi gagnvart almennu farþegaflugi. Steinunn spurði ráðherra um álit hennar á fréttunum, í­ ljósi þess að Íslendingar væru nú að stefna þessum sama danska flugher hingað til lands.

Frétt þessi hafði enn ekki ratað í­ í­slenska fjölmiðla og ráðuneytið kom greinilega af fjöllum. Svar ráðherra bar þess merki. Það var almennt fjas um að markmið heræfinga væri að tryggja öryggi en ekki að stofna öryggi í­ hættu. Og svo kom gullkornið: að þar sem Danirnir kæmu hingað í­ æfingaskyni – þá myndu þeir vera sérstaklega varkárir og vanda sig meira en heima hjá sér!

Undirbúnir og óundirbúnir fyrirspurnartí­mar ráðherra eru fullir af svona glennum og glappaskotum. Fæst af því­ ratar nokkru sinni inn í­ fréttir, enda færi fljótt glansinn af því­ að lepja upp dæmin um ónákvæmni í­ ræðum pólití­kusa í­ skylmingunum í­ þinginu.