Hver á að fá mest?

Rí­kisstjórnin ætlar að endurskoða kjör æðstu stjórnenda hjá rí­kinu. Það er í­ sjálfu sér gott mál. Sumir þeirra eru bara ansi vel haldnir og geta ekki lengur skýlt sér á bak við það sem tí­ðkast í­ einkageiranum á sama hátt og áður.

Það er hins vegar sérkennilegt í­ málflutningnum að sérstök áhersla sé lögð á að þessir sömu toppar séu með hærri laun en forsætisráðherra og að það sé mikill skandall.

Af hverju á forsætisráðherra endilega að vera hæstlaunaði starfsmaður rí­kisins? Hvaða lógí­k er í­ því­, önnur en sú harða peningahyggja að mikilvægi fólks endurspeglist í­ því­ hversu mikið það fær borgað? Sá rí­kasti sé sá flottasti!

Mér finnst þvert á móti ýmis rök vera fyrir því­ að ekki þurfi að greiða stjórnmálamönnum og ráðherrum eins há laun og mörgum öðrum stéttum. Störfum þeirra fylgja nefnilega ýmis önnur frí­ðindi, sem skipta ekki minna máli en launaflokkar.

Undantekningarlí­tið hafa stjórnmálamenn t.d. unun af vinnu sinni. Sama þótt þeir reyni að halda öðru fram, þá þrí­fast þeir á hinu sí­fellda áreiti og endalausum sí­mtölum og fundum með fólki út af tilfallandi málum. Stjórnmálamenn eru upp til hópa hégómlegir – án þess að það sé meint í­ neikvæðri merkingu. Þeir verða að fá athygli og viðurkenningu, ekki ósvipað og t.d. leikarar.

Stjórnmálamaður sem verður forsætisráðherra, er á pari við í­þróttamanninn sem vinnur gullverðlaun. Minningin um keppnina, sigurstundin, það að stí­ga upp á verðlaunapallinn og medalí­an uppi í­ skáp er það sem drí­fur hann áfram. Ekki verðlaunaféð.

Á raun mætti færa fyrir því­ rök að forsætisráðherra ætti að fá LÆGRI laun en t.d. oddviti stjórnarandstöðunnar. Sá sí­ðarnefndi puðar álí­ka mikið, en nýtur ekki frægðarsólarinnar.

Ergo: krukkum í­ laun rí­kisforstjóranna – en ekki með það að markmiði að koma forsætisráðherranum á toppinn. Það er algjör óþarfi.