Jahá… skattborgarar í Reykjavík eru búnir að moka peningum í fasteignafélagið sem stendur fyrir byggingu Hljómahallarinnar í Keflavík.
Það verkefni virðist svo vera að sigla í strand og lánin fást ekki greidd.
Er ekki sjálfsögð krafa okkar sem lánardrottna að nafni hússins verði breytt og í stað þess að það verði kennt við keflvíska hljómsveit, verði það látið heita eftir einhverju reykvísku bandi?
Til dæmis hljómsveitinni Vonbrigði?
Hús Vonbrigðanna er ekkert verra en Hljómahöll…