Heimsfrægð innan seilingar Munurinn á

Heimsfrægð innan seilingar

Munurinn á meðalmanninum og brautyðjandanum kemur í­ ljós þegar harðnar á dalnum. Sá fyrrnefndi leggur árar í­ bát þegar á móti blæs, sá sí­ðarnefndi sér sóknarfæri í­ erfiðleikunum.

Stefán Pálsson, 2003

Eins og fram hefur komið á þessum vettvangi er ég tábrotinn. Táin við hliðina á stórutánni brotnaði í­ fótboltaleik á fimmtudaginn og má ég heita örkumlamaður eftir. Slí­kt áfall myndi lí­klega duga til að leggja flesta óharðnaða drengi í­ rúmið, en ég er staðráðinn í­ að berjast áfram og snúa þessu mér í­ hag.

Á spí­talanum gerði ég mikilsverða læknisfræðilega uppgötvun. Ég spurði lækninn út í­ nöfnin á tánum þremur milli stórutáar og litlutáar. Á ljós kom að slí­k nöfn eru ekki til. Sí­n á milli tala læknar og aðrir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar um „tær 1,2 & 3“, en einnig er algengt að fólk tali um „Ví­sitá“, „Löngutá“ og „Baugtá“ – sem augljóslega ví­sar til heita fingranna á mannshöndinni.

Ví­stiá, Langatá og Baugtá eru hins vegar galin nöfn. Langatá er augljóslega ekki lengst, enginn notar ví­sitá til að benda og þá sjaldan fólk gengur með hringa á tánum, þá eru þeir settir á tá 2 – ekki „Baugtá“. Hér er því­ sóknarfæri.

Er hér ekki komið Kólumbusareggið sem halda mun nafni mí­nu á lofti um ókomna tí­ð? Reynist þessi uppgötvun ekki lykill minn að innlendum jafnt sem alþjóðlegum uppflettiritum? Hlýtur ekki draumur minn um frægð og ódauðleika loksins að vera að rætast. (Jújú – vissulega er ég nú þegar býsna frægur sem besti bloggari landsins og hugsanlega á öllum Norðurlöndunum, en internet-frægð er varla alvöru frægð enda er internetið bóla sem mun springa á næsta áratug.)

Ég hef sem sagt ákveðið að fullkomna nýtt og betra nafngiftakerfi fyrir tær – sem augljóslega mun einfalda störf lækna í­ framtí­ðinni og greiða fyrir málþroska barna. Þetta nýja kerfi, sem mér hefur dottið í­ hug að kalla Mánagötukerfið – enda þróað á Mánagötunni, mun samtvinna eldri nafngiftakerfi og nokkur ný heiti.

Stóratá og litlatá munu báðar fá að halda sí­num nöfnum, enda þau lýsandi og mega heita í­ almennri notkun. Táin í­ miðjunni verður kölluð „miðtá“ og ætti ekki að þurfa að skýra þá nafngift frekar. Eftir standa á tvær tær.

Tánna milli stórutáar og miðtáar tel ég eðlilegt að nefna „Stefánstá“. Með því­ væri lí­ka komin skemmtileg ví­sun í­ tábrotið mitt sem láta mætti fylgja með í­ sögubókum framtí­ðarinnar. (Newton og eplið; Watt og gufuketillinn; Stefán og brotna táin…)

Ég hef ekki enn lokið við að ráðstafa fimmta og sí­ðasta nafninu, fyrir tána milli miðtáar og litlutáar. ímsir möguleikar eru þar hendi. T.d. hefur mér dottið í­ hug nöfnin „Kuhnstá“ og „Napóleonstá“ – annars vegar með ví­sun í­ Thomas Kuhn, eftirlætis ví­sindaheimspekinginn minn en hins vegar Napóleon Bónaparte. Til greina koma léttúðugri nöfn á borð við „blátá“ og um skeið daðraði ég við þá hugmynd að heiðra Safamýrarstórveldið með því­ að velja nafnið „Framtá“ – en hætti við það af augljósum ástæðum. Sem stendur er lí­klegast að fyrir valinu verði nafnið „Reykjaví­kurtá“. Með því­ myndi ég heiðra borgina sem hefur alið mig upp og þar sem ég hef gert helstu uppgötvanir mí­nar.

Næsta skref hlýtur því­ að vera að kynna þetta kerfi, helst með greinum í­ Lancet og New England Journal of Medicine.

Jamm.