Hitti bankamann í gær, sem var úfinn í skapi í garð Seðlabankans.
Hann vildi meina að það sem öðru fremur héldi niðri gengi krónunnar núna væri ekki gjaldeyrisundirskot útflutningsfyrirtækjanna (þótt vissulega væru þau talsverð). Að hans mati lægi höfuðábyrgðin hjá Seðlabankanum og fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem væru í sífelldu að láta að því liggja að skammt sé í að hægt verði að slaka á gjaldeyrishöftunum eða leggja þau af.
Auðvitað draga menn í lengstu lög að skipta erlendum gjaldeyri í krónur, þegar aðilar sem þessir láta stöðugt í það skína að einungis séu fáeinar vikur eða mánuðir í að hægt verði að flytja hann vandræðalítið úr landi – bætti þessi bankamaður við. Miklu betra væri ef Seðlabankinn myndi bara segja eins og er, að ekki verði hróflað við höftunum næsta eina og hálfa árið eða svo. Þetta myndi strax styrkja gengið – vildi pirraði peningamaðurinn meina.
Þetta hljómar svo sem rökrétt.