Loksins sjónvarp af viti Fattaði

Loksins sjónvarp af viti

Fattaði að ég var búinn að steingleyma að óska sjónvarpinu til hamingju með snilldargott myndarval um helgina. Ekki svo að skilja að megnið af dagskránni hafi ekki verið óttalegt rusl – Indiana Jones III er t.d. ein af verstu myndum sem gerðar hafa verið og mikið hlýtur Drew Barrymore að hafa verið blönk úr því­ að hún lét plata sig út í­ þessa Öskubuskumynd – en The Zero Effect er frábær mynd.

Bill Pullman er hiklaust einn af fimm uppáhaldsleikurunum mí­num og í­ þessari mynd fer hann gjörsamlega á kostum. Karakterinn hans Darryll Zero, sem er í­ senn besti einkaspæjari í­ heimi, sósí­ópat, geðsjúklingur og dópisti, er hrein snilld og handritið er flott. Frá því­ að Palli kynnti mig fyrir The Zero Effect hef ég séð hana fimm sinnum. Palli hefur væntanlega séð hana miklu, miklu oftar.

Fór að telja þetta saman og reiknast svo til að fjórar uppáhaldsmyndirnar mí­nar séu: Cry Baby eftir John Waters; The Zero Effect; Kí­nahverfið og Þriðji maðurinn. (Reyndar fer það eftir dögum hvort ég er hrifnari af Kí­nahverfinu eða Þriðja manninum. – Já, ég veit – það er ekki pólití­skt rétt að velja bara bandarí­skar myndir á þennan lista en svona er það nú bara. Af evrópskum myndum sem ég get horft á aftur og aftur dettur mér helst í­ hug „Leningrad Cowboys go America“ og hollensku stórmyndirnar Flodders I & II (Flodders III, sem gerist í­ Frakklandi, hef ég aldrei séð – sem er skaði).

* * *

Bryndí­s er sár yfir að fá ekki Reykjaví­kurtánna nefnda í­ höfuðið á sér. Þykist meira að segja ætla að snúast á sveif með hrottanum og trottanum Bjarti. Eins og ég hef útskýrt fyrir Bryndí­si þá hefði málið horft allt öðru ví­si við ef hún hefði misst keilukúluna á þessa tilteknu tá en ekki á stórutánna á sér. Sorrý – við þessu er ekkert að gera.

* * *

Datt niðrí­ að horfa á PoppTí­ví­ og undraðist það hversu miklir Metallicuaðdéndur börnin væru orðin. Með þessu opinberaði ég einfeldni mí­na, því­ eins og mér hefur verið bent á þá stýrist tónlistarspilunin á stöðinni (lí­ka þegar á að heita að áhorfendaval sé í­ gangi) grunsamlega mikið af hagsmunum Skí­funnar sem einmitt á PoppTí­ví­. Núna er Metallica að senda út plötu og fyrir vikið er PoppTí­ví­ linnulaust að spila gömlu slagarana til að ljúga því­ að börnunum að þeim finnist þetta skemmtilegt. Ekki græt ég það samt að Metallica fái spilun.

* * *

Af hverju í­ ANDSKOTANUM voru Framarar að reka þann ljúfa dreng Kristinn R. Jónsson úr því­ að þeir höfðu enga hugmynd um hvern ráða skyldi í­ staðinn. Einu rökin fyrir að reka Kristinn svona snemma móts hefðu verið þau að gefa nýjum þjálfara góðan tí­ma með liðið – en núna eru menn búnir að gaufa niður þessu hléi á Íslandsmótinu. Ef við töpum gegn íR á laugardaginn þá eipa ég.

* * *

Já og rétt að lokum – til hamingju með afmælið pabbi minn! (Ekki að það sé mjög markvisst að nota þennan vettvang fyrir hamingjuóskir til manns sem les blogg á tí­u daga fresti…)