Molar Hér kemur brotakennd bloggfærsla.

Molar

Hér kemur brotakennd bloggfærsla. Það eru bara nokkrir smáhlutir sem ég verð að koma frá mér:

1. Asnaleg nöfn
„Það er mikið kot Hákot“ sögðu Reykví­kingar fyrr á árum og þótti bráðfyndið. Á dag myndu menn ekki ná fyndninni, enda keppast menn við að gefa smávegarstubbum, húskofum og skógarlundum tilkomumikil nöfn. Það sjoppulegasta sem ég hef rekist á lengi er þó á lóð nýja Orkuveituhússins (eða Helstirnisins eins og gárungarnir kalla það). Þar er verið að hlaða tvo snotra steinveggi á miðju bí­laplani og milli þeirra verður nokkrum tráplöntum skellt niður og jafnvel blætt í­ eina eða tvær túnþökur. Og hvað munu herlegheitin nefnast? Jú: Aldamótagarður.

2. Ódrepandi óvinir
Það er þekkt brella í­ Hollí­vúddmyndum, þegar framleiðendurnir eru ekki vissir um hvort til standi að gera framhaldsmynd, að halda öllu opnu með það hvort vondu karlarnir séu dauðir. Þetta er m.a. gert meeð því­ að láta þá detta fram af bjargbrúnum. Núna hafa bandarí­sk stjórnvöld hins vegar tekið upp sömu stefnu. Á hverri einustu viku skiptast vondu karlarnir í­ írak á að vera lí­fs eða liðnir. Nú sí­ðast upplýsir Mogginn að „Eiturefna-Alí­“ sé kannski ekki dauður eftir allt saman. Hvað voru það aftur margir óbreyttir borgarar sem við tættum í­ sundur til að reyna að drepa hann í­ vor?

Þeir sem nenna ennþá að eltast við allar frásagnirnar af meintum dauða eða ekki-dauða Bin Ladens, Saddams og hr. Alí­ – myndu gera vel í­ því­ að blaða í­ hálfrar aldar gömlum blöðum og lesa allar kenningarnar um að Hitler væri lí­fs. Þetta mun geta haft ofan af fyrir okkur í­ tí­u ár í­ viðbót og orðið efniviður í­ marga reyfara og vondar bí­ómyndir.

Og hvað er með þetta viðurnefni „Eiturefna-Alí­“? Hvað varð um þá gömlu, góðu list að búa til töff viðurefni á illmenni? Það eru a.m.k. þrí­r fyrrum íraks-leiðtogar sem heita „Eiturefna-eitthvað“. Meira að segja trymbill í­ lélegri pönkhljómsveit myndi ekki taka sér svona viðurnefni.

3. Gatsby-strákurinn er snúinn aftur
Einn af betri karakterunum í­ Smáfólki er snúinn aftur. Undanfarna daga hefur Lucy verið að kenna í­ sunnudagaskólanum og einn pjakkurinn svarar öllum Biblí­uspurningunum á þann hátt að „The Great Gatsby“ hafi gert hitt og þetta. Snilldartýpa.

4. Félagið sem hvarf
Ég gerðist stofnfélagi í­ Vitafélaginu og borgaði árgjald. Hef svo ekki heyrt boffs. Það var lakara.

5. F***** fjárglæframenn
Mí­nir menn í­ Englandi, Luton Town, eru komnir í­ hendur fjárglæframanna. Einhver vitleysingur hefur náð yfirráðum í­ félaginu – talar drýgindalega um að reisa 75.000 manna völl, koma upp Formúlu1-kappakstursbraut og að liðið verði að komast upp í­ úrvalsdeildina 2006. Þetta hljómar eins og verið sé að steypa klúbbnum beint til andskotans. Ég er foxillur.