Svo virðist sem Írum hafi tekist að fá undanþágur frá ákvæðum í Lissabon-sáttmálanum sem snúa að hernaðarmálum. Andstaða Íra við hernaðarstefnu bandalagsins var ein af helstu ástæðum þess að írska þjóðin felldi Lissabon-sáttmálann í þjóðaratkvæði.
(Þótt sjálfskipaðir sérfræðingar um írsk stjórnmál hér á landi hamri í sífellu á því að í raun hafi þær kosningar ekki snúist um nein málefni, heldur banal hræðsluáróður.)
Fari svo að Alþingi Íslendinga fallist á að fara í aðildarviðræður við ESB, þá hlýtur það að vera ófrávíkjanleg krafa að Ísland fái í það minnsta sömu undanþágur varðandi hernaðarmálin og sameiginlegu utanríkisstefnuna og Írland. Hljóta ekki allir að geta verið sammála um þá kröfu – í ljósi þess að fordæmið er komið?