Eitt atriði sem hefur aðeins verið að vefjast fyrir mér:
Snemma í vetur settu Bretar hryðjuverkalög á Landsbankann (og gott ef ekki Kaupþing líka).
Í kjölfarið var myndaður Indefence-hópur sem safnaði undirskriftum og orðsendingum frá tugþúsundum Íslendinga, sem fordæmdu lagasetninguna og frábáðu sér að vera kallaðir hryðjuverkamenn.
Núna mótmælir Indefence-hópurinn því af krafti að litið sé svo á að íslenskur almenningur eigi að bera nokkra ábyrgð á skuldum Landsbankans eða að starfsemi bankans í Bretlandi komi honum yfirleitt nokkuð við.
– Og þá er komið að því sem ég skil ekki… ef Landsbankinn var bara einkafyrirtæki sem starfaði í Bretlandi án ábyrgðar venjulegra Íslendinga – af hverju átti þá allt þetta fólk að taka hryðjuverkalögin sem persónulega árás og ásökun um að fjölskyldur í Smáíbúðahverfinu væru hryðjuverkamenn?
Getur einhver útskýrt fyrir mér lógíkina?