Þegar Malcolm McLaren var á hvað svæsnasta egó-flippinu sem umboðsmaður Sex Pistols, réðst hann í það að gera kvikmyndina The Great Rock´n´Roll Swindle – sem átti að segja sögu hljómsveitarinnar… án þess þó að rætt væri við Johnny Rotten.
Sú hugmynd var augljóslega galin – enda reyndist myndin drasl.
Þess vegna er ég að rifja þetta upp, að ég kveikti á því í dag að nú eru menn búnir að þrefa um Icesave-mál í tíu daga. Allan þann tíma virðist Björgvin G. Sigurðssyni hafa tekist að halda sig frá kastljósi fjölmiðlanna.
Er það að fjalla um Icesave án þess að ræða við Björgvin ekki á pari við að segja sögu Sex Pistol án samráðs við herra Rotten?