TNS

Á morgun leika Framarar heimaleik gegn TNS frá Wales í Evrópukeppninni.

Síðasti Evrópuleikur okkar fór fram haustið 1992. Andstæðingarnir voru Kaiserslautern og það var spilað um miðjan dag, fyrir einhverja þýska sjónvarpsstöð.

Fyrir vikið þurfti ég að skrópa í síðasta tíma dagsins til að ná leiknum. Það var kennslustund í sögu hjá Árna Indriðasyni. Það var fyrsta menntaskólaskrópið mitt.

Ó boj, þau áttu sko eftir að verða fleiri… en maður gleymir aldrei fyrsta skiptinu.