Það er svartur dagur fyrir íslenskan fótbolta að langbesta lið landsins sé rasskellt að Kasökum á heimavelli í forkeppni meistaradeildarinnar, 0:4. Fyrir hálfum mánuðu voru Keflvíkingar kjöldregnir af Maltverjum.
Þeim þjóðum fer óðum fækkandi sem við eigum séns í að vinna í keppni félagsliða. Það er ömurlegt.
Miðað við úrslit kvöldsins hryllir mig við tilhugsuninni um hverju við Framarar megum búast á morgun – á útivelli gegn sterku tékknesku liði. Tékkarnir eru væntanlega mun betri en Kasakarnir. Best að krossleggja fingur…
# # # # # # # # # # # # #
Mínir menn í Luton unnu í kvöld í knattspyrnumóti Bedfordskíris. Unnum eitthvert smálið 3:0. Það sérkennilega við mótið er að leiktíminn er 2*40 mínútur, vegna einhverrar gamallar og asnalegrar hefðar.