Túlkunaratriði

Eitt af því fyrsta sem foreldrar lítilla stráka eru varaðir við, er að litlu dýrin noti hvert tækifæri til að míga framan í gesti og gangandi – t.d. þegar verið er að skipta um bleyjur. Til að sporna við þessu hafa slyngir kaupsýslumenn meira að segja markaðssett sérstaka „typpahatta“ – minnugir þess að á skal að ósi stemma…

Nú er Böðvar orðinn rúmlega fjögurra mánaða, en hefur aldrei pissað á föður sinn. Þetta má skýra á þrjá vegu:

i) að ég sé óvenjulega snjall  og gefi hvergi höggstað á mér

ii) að sonurinn sé óvenjulega snjall og hafi vit á að gerast ekki föðurmígur

eða

iii) að sonurinn sé óvenjulega heimskur og kunni ekki elstu trixin í bókinni