Fá fréttamenn aldrei ruslpóst? Nú

Fá fréttamenn aldrei ruslpóst?

Nú hefði maður haldið að yfir fáar stéttir rigndi jafn miklum ruslpósti og fréttamenn. Samkvæmt skilgreiningu felst starf þeirra í­ því­ að sitja fyrir framan tölvuskjá heilu og hálfu dagana, með farsí­mann í­ annarri hendi og hina á lyklaborðinu. Þessu vinnulagi fylgir óhjákvæmilega geysileg notkun á tölvupósti og allir sem nota tölvupóst mikið fá ókjör af rusli í­ pósthóilfið. Þannig er það nú bara.

…eða svo hélt ég. Þrátt fyrir þetta, virðast fréttamenn ótrúlega oft vera grallaralausir þegar kemur að dæmigerðu peningaplokki á netinu. Tökum dæmi:

i) Á 2-3 mánaða fresti birta allir fjölmiðlar fréttir af því­ að tölvuskeytin sem lofa tugmilljónum inn á bankareikning manns frá einhverju spilltum einræðisherra í­ Afrí­ku séu svindl. Auðvitað er sjálfsagt að minna á þetta öðru hvoru til að hrekkleysingjar láti ekki ginnast, en undrun fréttamanna yfir þessu kemur mér stöðugt á óvart.

ii) Fölsuðu prófskí­rteinin frá Háskólanum. – Núna er búið að gera fjölda frétta af því­ að hægt sé að kaupa fölsuð prófskí­rteini á netinu og það meira að segja frá Háskóla Íslands. Á alvöru? Hvað héldu menn eiginlega að öll skeytin sem bjóða manni masters- og doktorsgráður fyrir 50 dollara gengu út á? Ég fæ u.þ.b. tuttugu svona skeyti á viku. Það er nú ekki eins og þessi diplómufölsunarbransi hafi farið mjög leynt…

iii) Tölvuví­rusaviðvaranir. – Sem betur fer virðast fréttastofurnar að mestu vera farnar að læra að hlaupa ekki með allar plat-ví­rusaviðvaranirnar í­ fréttir, en það gerist samt á nokkurra mánaða fresti að einhver nýliðinn les tölvupóstinn sinn og hyggst bjarga öllum tölvunotendum landsins með því­ að upplýsa þá um ógnina.

iv) Verðlaunasamkeppnir. – Úff hvað það var óþægilegt að hlusta á fréttina af stelpugreyinu sem var himinlifandi yfir að hafa unnið í­ ljóðasamkeppni í­ Bandarí­kjunum. Hvernig í­ ósköpunum kemst svona frétt í­ loftið á fjölmennri fréttastofu? Nú hljóta svona 6-8 manns að heyra af aðalatriðum hverrar fréttar áður en þær eru sendar út. Eru fréttamenn virkilega svo grænir að viðvörunarbjöllurnar fari ekki að hringja þegar þeir frétta af heimasí­ðum sem bjóða gull og græna skóga. (Innihald „sigurljóðsins“ hefði eitt og sér átt að vera góð ví­sbending um að ekki væri allt með felldu.)

v) Stórir happdrættisvinningar. – Ekki bundið við netið, en það er segin saga að einu sinni á ári eða svo kemur frétt af „heppnum“ Íslendingi sem unnið hefur múltí­-milljónur, snekkju eða einbýlishús í­ bandarí­skum happdrættum. Hver man ekki eftir vesalings karlinum sem átti að hafa unnið fokdýran sportbí­l á skafmiða með tí­mariti? – Hversu oft hefur maður ekki fengið bréf eða tölvupóst þess efnis að maður sé orðin milljóner – en þurfi bara að senda 30 dollara í­ staðfestingargjald fyrst… – Getur virkilega verið að fréttastofur ráði bara þessa sárafáu einstaklinga sem aldrei hafa fengið svona póst?

Nú er komin gúrkutí­ð í­ fréttunum og því­ ekki úr vegi að stinga upp á nokkrum góðum rannsóknarefnum fyrir ákafa blaða- og fréttamenn. Hvað með afhjúpanir á borð við:

* ódýra Viagra-ið sem hægt er að fá sent í­ pósti. Gott ef það fylgir ekki með í­ þessu öllu saman að þetta sé sérstaklega styrkt lyf og virki jafnvel enn betur en venjulegt Viagra.

* Typpastækkunarlyfin/smyrslin/tækin sem kosta slikk og menn munu fá send um hæl gegn vægu verði.

* Leiðir til að koma í­ veg fyrir að njósnað sé um tölvuna þí­na – selt starfsmönnum sem skoða klám í­ vinnunni og vilja ekki að kerfisstjórinn fatti það. Hahaha… kerfisstjórar geta ALLTAF komist að öllu sem þeir vilja.

* Og sí­ðast en ekki sí­st – skráningar í­ fullkomnustu heimasí­ðuskrár í­ heimi sem kynntar eru sem ókeypis. Hversu mörg skeyti ætli maður hafi fengið þess efnis að Bed & Breakfast-sí­ðan manns sé EKKI að fá nógu margar heimsóknir…