Í einkaerindum

Óskaplega var það kjánaleg uppákoma fyrr í sumar þegar Össur Skarphéðinsson túraði Evrópu (gott ef hann fór ekki til Möltu og e-ð víðar) og síðan gátu menn þrefað um það í þingsölum í 1-2 daga hvort hann hafi verið á eigin vegum, ráðuneytisins, ríkisstjórnarinnar eða hvað það nú var…

Það er alltaf eitthvað kauðskt við það þegar stjórnmálamenn reyna að grípa til þess rökræðubragðs að þeir segi eða geri eitt eða annað sem „einstaklingar“ en ekki í krafti embættis síns.

Toppurinn af vitleysunni hlýtur þó að teljast þetta fáránlega leikrit með heimsókn Clintons til Norður-Kóreu.

…neinei – auðvitað felast engin skilaboð frá Hvíta húsinu í því að fv. forseti og eiginmaður utanríkisráðherra landsins hafi farið á fund forseta Norður-Kóreu. Og neinei, auðvitað dettur engum í hug að þessi heimsókn eigi neitt skylt við beinar viðræður yfirvalda þessara tveggja ríkja… Bill Clinton er náttúrlega bara eins og hver annar túristi með óvenju mikla persónutöfra og sannfæringarkraft.

Maðurinn var jú bara þarna í einkaerindum.