Afa- og ömmustrákur Ég á

Afa- og ömmustrákur

Ég á einn afa og eina ömmu á l­fi. „Harri afi og amma Þóra“ búa á Neshaganum og hafa gert það frá því­ að þau fluttu að vestan á sjötta áratugnum. Ég er elsta barnabarnið og ólst að töluverðu leyti upp hjá gömlu hjónunum. Fyrir vikið hef ég alla tí­ð verið nánast í­ guðatölu hjá afa og ömmu, sem telja að ég geri allt réttast og best.

Afi gerði mig að Framara. Fyrir það verð ég honum eilí­flega þakklátur! – Að öðrum kosti hefði ég lí­klega leiðst út í­ að styðja KR. Þá væri nú skárra að lenda í­ klóm fí­kniefnadjöfulsins.

Afi stuðlaði lí­ka að því­ að ég yrði sósí­alisti. – Þáttur hans í­ því­ máli er þó ekki jafn stór og varðandi Fram-stuðninginn. Ég hefði örugglega orðið kommi þó gamla mannsins hefði ekki notið við.

Amma kenndi mér hins vegar sannleikann um krata.

* * *

Á miðvikudagskvöldið keyrði ég ömmu á Landsspí­talann til að heimsækja afa sem liggur þar með sýkingu í­ fæti. Sú gamla á það til að tala nokkuð samhengislaust og virðist lí­tið kippa sér upp við það hvort einhver fylgist með eða hvort hún tali bara við sjálfa sig.

Á leiðinni á spí­talann sneri amma sér að mér og sagði: „Þau eru að rí­fast í­ sjónvarpinu þau Inga Jóna og ungi læknirinn.“ – „Huh, já. Hann Dagur B. Eggertsson“, svaraði ég. „Já, Dagur heitir hann“ – segir þá amma – „…ég bara get ekki kosið kratana. Þeir eru alltaf eins. Þeir þykjast vera vinstrimenn en vilja ekkert fremar en að vinna með í­haldinu. Ég man hvað hann [nafngreindur núlifandi krataleiðtogi] var alltaf ógeðslegur. – Ég bara get ekki kosið þá…“

Ég þagði og reyndi að láta mér koma í­ hug einhver rök fyrir því­ að kjósa R-listann, en gamla konan hélt áfram: „Afi þinn segir hins vegar að ég verði að kjósa R-listann. Honum lí­st svo illa á að Björn vinni. – En kratarnir eru bara ómögulegir.“

„Uh!“ – tuldraði ég – „nú er konan hans Sveins Rúnars – þarna, hún Björk. Hún þykir ágæt…“ – „Já“, svaraði amma, „hún er ví­st mjög góð. Ætli maður verði ekki bara að kjósa þetta.“ – „íhm…“ svaraði ég.